Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 27. maí 2022 22:24
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Augljóslega hefur það einhver áhrif
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Ég er svekktur auðvitað, þetta var skrítin leikur. Við byrjuðum frekar vel og fannst við vera með þá í spilinu og náðum að spila í gegnum pressuna hjá þeim í fyrri hálfleik allavega og svona hefur svolítið verið undanfarið að við höfum náð að nýta færin sem við erum að fá úr þessu uppspili og þá auðvitað refsar hitt liðið ef þeir eru með góða leikmenn fram á við og það var svolítið það sem gerðist í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

Afturelding spilaði hörkuleik á móti Vestra á Ísafirði í bikarnum fyrr í vikunni í leik sem fór alla leið í framlengingu og segir Aron Elí það sitja í leikmannahópi Aftureldingar

„Já ég held að það sé klárt, það fóru þrír útaf meiddir hjá okkur í dag og nú þegar nokkrir meiddir og aðrir spiluðu 120 mínútur í hörku leik á móti Vestra um daginn og á grasi sem hjálpaði ekki. Við keyrðum fram og til baka á einum degi þannig það er svona kannski ekkert sem við eigum að kvarta yfir en augljóslega hefur það einhver áhrif."

Afturelding hefur verið að spila flottan bolta og var Aron Elí spurður hvort það færi ekki að styttast í fyrsta sigurinn.

„Já, það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að spila flottan bolta í eiginlega öllum leikjunum, það er kannski erfitt að tala alltaf um það og klára aldrei leikina þannig við vinnum Gróttu næsta Föstudag." sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar.


Athugasemdir
banner