Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fös 27. maí 2022 22:24
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Augljóslega hefur það einhver áhrif
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Ég er svekktur auðvitað, þetta var skrítin leikur. Við byrjuðum frekar vel og fannst við vera með þá í spilinu og náðum að spila í gegnum pressuna hjá þeim í fyrri hálfleik allavega og svona hefur svolítið verið undanfarið að við höfum náð að nýta færin sem við erum að fá úr þessu uppspili og þá auðvitað refsar hitt liðið ef þeir eru með góða leikmenn fram á við og það var svolítið það sem gerðist í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

Afturelding spilaði hörkuleik á móti Vestra á Ísafirði í bikarnum fyrr í vikunni í leik sem fór alla leið í framlengingu og segir Aron Elí það sitja í leikmannahópi Aftureldingar

„Já ég held að það sé klárt, það fóru þrír útaf meiddir hjá okkur í dag og nú þegar nokkrir meiddir og aðrir spiluðu 120 mínútur í hörku leik á móti Vestra um daginn og á grasi sem hjálpaði ekki. Við keyrðum fram og til baka á einum degi þannig það er svona kannski ekkert sem við eigum að kvarta yfir en augljóslega hefur það einhver áhrif."

Afturelding hefur verið að spila flottan bolta og var Aron Elí spurður hvort það færi ekki að styttast í fyrsta sigurinn.

„Já, það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að spila flottan bolta í eiginlega öllum leikjunum, það er kannski erfitt að tala alltaf um það og klára aldrei leikina þannig við vinnum Gróttu næsta Föstudag." sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar.


Athugasemdir
banner
banner