Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 27. maí 2022 22:24
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Augljóslega hefur það einhver áhrif
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Ég er svekktur auðvitað, þetta var skrítin leikur. Við byrjuðum frekar vel og fannst við vera með þá í spilinu og náðum að spila í gegnum pressuna hjá þeim í fyrri hálfleik allavega og svona hefur svolítið verið undanfarið að við höfum náð að nýta færin sem við erum að fá úr þessu uppspili og þá auðvitað refsar hitt liðið ef þeir eru með góða leikmenn fram á við og það var svolítið það sem gerðist í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

Afturelding spilaði hörkuleik á móti Vestra á Ísafirði í bikarnum fyrr í vikunni í leik sem fór alla leið í framlengingu og segir Aron Elí það sitja í leikmannahópi Aftureldingar

„Já ég held að það sé klárt, það fóru þrír útaf meiddir hjá okkur í dag og nú þegar nokkrir meiddir og aðrir spiluðu 120 mínútur í hörku leik á móti Vestra um daginn og á grasi sem hjálpaði ekki. Við keyrðum fram og til baka á einum degi þannig það er svona kannski ekkert sem við eigum að kvarta yfir en augljóslega hefur það einhver áhrif."

Afturelding hefur verið að spila flottan bolta og var Aron Elí spurður hvort það færi ekki að styttast í fyrsta sigurinn.

„Já, það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að spila flottan bolta í eiginlega öllum leikjunum, það er kannski erfitt að tala alltaf um það og klára aldrei leikina þannig við vinnum Gróttu næsta Föstudag." sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar.


Athugasemdir
banner
banner