Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fös 27. maí 2022 22:24
Anton Freyr Jónsson
Aron Elí: Augljóslega hefur það einhver áhrif
Lengjudeildin
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Aron Elí Sævarsson, fyrirliði Aftureldingar.
Mynd: Raggi Óla

„Ég er svekktur auðvitað, þetta var skrítin leikur. Við byrjuðum frekar vel og fannst við vera með þá í spilinu og náðum að spila í gegnum pressuna hjá þeim í fyrri hálfleik allavega og svona hefur svolítið verið undanfarið að við höfum náð að nýta færin sem við erum að fá úr þessu uppspili og þá auðvitað refsar hitt liðið ef þeir eru með góða leikmenn fram á við og það var svolítið það sem gerðist í dag."


Lestu um leikinn: HK 2 -  0 Afturelding

Afturelding spilaði hörkuleik á móti Vestra á Ísafirði í bikarnum fyrr í vikunni í leik sem fór alla leið í framlengingu og segir Aron Elí það sitja í leikmannahópi Aftureldingar

„Já ég held að það sé klárt, það fóru þrír útaf meiddir hjá okkur í dag og nú þegar nokkrir meiddir og aðrir spiluðu 120 mínútur í hörku leik á móti Vestra um daginn og á grasi sem hjálpaði ekki. Við keyrðum fram og til baka á einum degi þannig það er svona kannski ekkert sem við eigum að kvarta yfir en augljóslega hefur það einhver áhrif."

Afturelding hefur verið að spila flottan bolta og var Aron Elí spurður hvort það færi ekki að styttast í fyrsta sigurinn.

„Já, það hlýtur að koma að því. Við erum búnir að spila flottan bolta í eiginlega öllum leikjunum, það er kannski erfitt að tala alltaf um það og klára aldrei leikina þannig við vinnum Gróttu næsta Föstudag." sagði Aron Elí, fyrirliði Aftureldingar.


Athugasemdir
banner
banner