Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 27. maí 2023 13:20
Aksentije Milisic
Mun yfirgefa Leicester eftir tímabilið - Spilaði lítið og látinn æfa einn
Á æfingu.
Á æfingu.
Mynd: Getty Images

Þegar Leicester City keypti Jannik Vestergaard frá Southampton sumarið 2021 héldu margir að þarna væru klók kaup á ferðinni. Daninn hafði staðið mjög vel í treyju Southampton en hann var fenginn inn í stað Wesley Fofana sem hafði slitið krossband á undirbúningstímabilinu.


Vestergaard var keyptur fyrir 15 milljónir punda og nú þegar eitt ár eftir af samingi hans, þá er það nokkuð ljóst að hann mun yfirgefa Leicester í sumar sama hvort liðið falli niður um deild eða ekki.

Þessi þrítugi leikmaður lenti saman við Brendan Rodgers, fyrrverandi stjóra Leicester en Rodgers var rekinn í apríl mánuði síðastliðnum. Vestergaard sagði í viðtali að hann skildi ekkert í því afhverju Rodgers spilaði honum aldrei og eftir það viðtal lét Rodgers leikmanninn æfa einan.

Vestergaard virtist ætla fá nýja byrjun eftir að Dean Smith tók við liðinu af Rodgers en Daninn meiddist aftan í læri með U21 árs liði Leicester sem þýddi að hann gæti ekki spilað meir á þessu tímabili. Fulham vildi fá kappann á láni síðasta sumar en hann vildi ekki fara.

Þá höfðu Brentford, Nice, Valencia, Hertha Berlin og Monaco öll áhuga á honum. Spurning hvað framtíðin ber í skauti sér hjá Vestergaard en hann vill alveg örugglega gleyma tíma sínum hjá Leicester sem fyrst.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner