Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mán 27. maí 2024 20:04
Brynjar Ingi Erluson
39 ára gamall Ronaldo sló markametið í lokaumferðinni
Cristiano Ronaldo skráði sig í sögubækurnar í kvöld
Cristiano Ronaldo skráði sig í sögubækurnar í kvöld
Mynd: Getty Images
Portúgalska markavélin Cristiano Ronaldo sló markametið í lokaumferð sádi-arabísku deildarinnar í kvöld er hann skoraði tvö mörk í 4-2 sigri Al-Nassr á Al-Ittihad.

Ronaldo var með 33 deildarmörk fyrir lokaumferðina en hann þurfti aðeins eitt mark til að jafna met Abderrazak Hamdallah frá 2019.

Portúgalinn hefur sýnt það og sannað að hann sé bestur undir pressu og landaði metinu nokkuð örugglega með tveimur góðum mörkum.

Fyrra markið gerði hann undir lok fyrri hálfleiks með skoti af stuttu færi áður en hann bætti metið með skalla eftir hornspyrnu Marcelo Brozovic um miðjan síðari hálfleikinn.

Það var 35. deildarmark hans á tímabilinu og hefur hann nú formlega skorað flest mörk á einu tímabili í deildinni.

Ótrúlegt ár hjá Ronaldo sem er nú kominn með einbeitinguna á Evrópumótið með Portúgal. Það verður sjötta Evrópumót hans en Ronaldo á þar möguleika á að vinna mótið í annað sinn á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner