Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
   mán 27. maí 2024 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Würth vellinum
Ómar um Zidane-snúninginn: Mistök sem hann gerir ekki aftur
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er eðlilega hundfúll. Það er mjög svekkjandi að tapa þessu, hvernig við fórum með tækifærin okkar og hvernig við vorum í þessum mörkum sem þeir skora," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, eftir tap gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld.

Þetta var fyrsti sigurleikur Fylkis í deildinni í sumar en fallbaráttan varð meira spennandi við þessi úrslit.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  1 HK

Ómar var alls ekki ánægður með mörkin sem HK fékk á sig í leiknum. Annað markið var áhugavert en þá reyndi Þorsteinn Aron Antonsson, miðvörður liðsins, Zidane-snúning á miðjum vellinum. Hann tapaði boltanum og Fylkir refsaði fyrir það.

„Fyrsta markið eftir horn er bara lélegt, mark tvö þá er hafsent með Zidane-snúning inn á miðjunni og þeir sloppnir í gegn og þriðja markið var ekkert skárra. Bara gríðarlega dýrt í kvöld að gefa þessi færi á sér."

Ómar var spurður að því hvernig hann muni tækla það að miðvörður liðsins sé að taka Zidane-snúning inn á miðjum vellinum.

„Ég held að ég þurfi ekkert að gera það. Hann áttar sig manna best á því að ákvörðunin var röng. Hann er það vel gefinn og góður í fótbolta að þetta eru mistök sem hann gerir ekki aftur."

HK-ingar virðast geta gírað sig betur í leikina gegn stóru liðunum í þessari deild, en svona leikir eru erfiðari en þá.

„Það eru vonbrigði að þetta sé að gerast annað árið í röð. Það er ekki eins og það hafi ekki verið nógu mikið rætt, bæði af okkar í teyminu og af leikmönnum. Það er mjög svekkjandi fyrir mig, stuðningsmennina og ógeðslega svekkjandi fyrir leikmennina. Ég held að þeir viti það best sjálfir að við hefðum getað gert töluvert betur í kvöld."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner