Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. júní 2019 12:21
Elvar Geir Magnússon
Aron Kristófer í ÍA (Staðfest)
Aron Kristófer Lárusson.
Aron Kristófer Lárusson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA hefur gengið frá samningi við varnarmanninn Aron Kristófer Lárusson sem kemur frá Þór Akureyri. Þessi tvítugi leikmaður hefur leikið 71 leik á sínum ferli með Þór og Völsungi og skorað í þeim átta mörk.

„Aron fetar í fótspor afa síns, Sigurðar Lárussonar, sem var mjög öflugur leikmaður ÍA á sínum tíma. Sigurður var fyrirliði sigursæls liðs ÍA á níunda áratugnum þegar liðið varð bæði Íslands- og bikarmeistari. Sonur hans og faðir Arons er svo Lárus Orri Sigurðsson, sem spilaði með Þór til fjölda ára og var atvinnumaður á sínum tíma áður en hann lauk ferli sínum formlega með ÍA árið 2010. Svo skemmtilega vill til að Aron skrifar undir samninginn á afmælisdegi afa síns, Sigurðar heitins," segir á heimasíðu ÍA.

Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA lýsti yfir ánægju með að Aron hafi gengið til liðs við ÍA. Þrátt fyrir ungan aldur hafi hann spilað marga leiki með meistaraflokki og sé hugsaður sem framtíðarleikmaður hjá félaginu.

Aron verður löglegur með ÍA á mánudaginn, 1. júlí, er glugginn opnar. ÍA spilar gegn Víkingi R. þann dag og Aron verður löglegur í þann leik.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner