Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 27. júní 2020 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknismenn kæra framkvæmd leiksins eftir rangan dóm
Lengjudeildin
Þegar rauða spjaldið fór á loft.
Þegar rauða spjaldið fór á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Ásgrímsson, formaður knattspyrnudeildar Leiknis Fáskrúðsfjarðar, segir í samtali við Valtýr Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun að Leiknismenn séu búnir að kæra framkvæmd opnunarleik síns í Lengjudeild karla.

Leiknir tapaði 3-0 gegn Fram í fyrsta leik sínum í deildinni, en eftir rúmar 70 mínútur fékk spænski varnarmaðurinn Jesus Maria Meneses Sabater að líta rauða spjaldið.

Rauða spjaldið fékk hann fyrir að sýna línuverðinum puttann, en hann gerði það svo sannarlega ekki eins og myndir Hafliða Breiðfjörð sanna.

Það er ekkert sem segir til um það í reglum KSÍ að hægt sé að breyta dómnum og því hefur Leiknir kært framkvæmd leiksins og farið fram á að leikurinn verði endurtekinn. Leiknismenn vilja koma í veg fyrir að leikmaðurinn fari síðar í tveggja leikja bann ef hann fái annað rautt spjald í sumar. Hann segir að kæran sé líka ætluð þeim tilgangi að reglum um áfrýjanir á rauðum spjöldum verði breytt.

„Það er víst ekkert í regluverki KSÍ sem leyfir það að svona augljós mistök séu afturkölluð. Það er eitthvað sem þarf að laga," segir Magnús.

„Við skrifuðum greinargerð sem fór inn til aganefndar, á fund á þriðjudaginn. Mér skilst að þeir hafi ekki umboð til að fjalla um svoleiðis. Ef rautt spjald fer á loft er leikbann, það er eitthvað ferli sem þeir geta ekki stöðvað."

Leiknismenn eiga að mæta Þórsurum í Fjarðabyggðarhöllinni í Lengjudeildinni á morgun. Þar verður miðvörðurinn spænski í leikbanni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner