Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 27. september 2020 21:26
Aksentije Milisic
2. deild: Kári skoraði fimm gegn Fjarðabyggð
Andri skoraði tvö í kvöld.
Andri skoraði tvö í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári 5-2 Fjarðabyggð
0-1 R. Lozano ('6)
1-1 Jón Vilhelm Ákason ('12)
2-1 Jón Vilhelm Ákason ('22)
2-2 A.F. Martinez ('37)
3-2 Andri Júlíusson ('69)
4-2 Andri Júlíusson ('80)
5-2 Elís Dofri Gylfason ('90)
Rautt spjald: J. Cunningham ('58)

Kári og Fjarðabyggð áttust við í síðasta leik dagsins í 2. deild. Bæði lið sigla hinn góða lygna sjó í deildinni.

Gestirnir komust yfir í byrjun leiks þegar Ruben Lozano skoraði en Jón Vilhelm Ákason svaraði með tveimur mörkum á tíu mínútna kafla.

Gestirnir jöfnuðu leikinn fyrir hlé og var það Jose Antonio Martinez sem skoraði markið. Á 58. mínútu fékk Joel Cunningham rautt spjald hjá gestunum og þá gengu heimamenn á lagið.

Andri Júlíusson skoraði næstu tvö mörk Kára áður en Elís Dofri Gylfason skoraði í uppbótartíma. Sigur Kára því staðreynd í miklum markaleik.

Kári er í 6. sæti deildarinnar, stigi á undan Fjarðabyggð sem er í því áttunda.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner