Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 27. september 2020 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skúli kallar Ólaf Inga 37 ára barn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ótrúleg dramatík undir lok leiks KR og Fylkis sem lauk nú skömmu fyrir klukkan 16:00 í Vesturbænum. Staðan var 1-1 þegar Beitir Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma og Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, benti á vítapunktinn.

„BEITIR ER AÐ FÁ RAUTT SPJALD!!! Beitir kastar boltanum í leik og gefur svo Óla Skúla olnbogaskot, rautt og víti!!!" skrifaði Baldvin Már Borgarsson í textalýsingu frá leiknum. Beitir fór í Ólaf Inga sem féll til jarðar. Ívar Orri fékk skilaboð talsvert seinna um að Beitir hefði gerst brotlegur og dæmdi þá vítaspyrnu.

Sam Hewson steig á punktinn og skoraði framhjá Guðjóni Orra Sigurjónssyni sem kom inn á eftir rauða spjald Beitis.

KR-ingar voru mjög reiðir með dóminn og reyndu að fá útskýringar frá Ívari Orra eftir leik.

Skúli Jón Friðgeirsson varð Íslandsmeistari með KR á síðasta ári en lagði í kjölfarið skóna á hilluna. Skúli tjáir sig um atvikið á Twitter.

„Ég veit ekki hvort ég er meira pirraður yfir því að dómarinn falli fyrir þessu eða að 37 ára barn komist upp með svona kjaftæði," skrifaði Skúli Jón.


Athugasemdir
banner
banner
banner