Brasilíski vængmaðurinn Antony hefur samþykkt að svara spurningum lögreglunnar í Manchester vegna þeirra alvarlegu ásakana sem hann liggur undir.
Breska ríkisútvarpið segir að Antony sé tilbúinn að láta símann sinn af hendi til lögreglunnar til rannsóknar.
Breska ríkisútvarpið segir að Antony sé tilbúinn að láta símann sinn af hendi til lögreglunnar til rannsóknar.
Þessi leikmaður Manchester United er til rannsóknar hjá brasilískum og breskum yfirvöldum vegna ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu sinnar, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur stigu svo fram og sökuðu hann um ofbeldi í sinn garð.
Manchester United sendi Antony í leyfi meðan málið er til rannsóknar.
Cavallin sakar Antony um að hafa skallað sig í hótelherbergi í Manchester þann 15. janúar. Hún hafi fengið skurð og þurft að leita aðstoðar læknis. Hún segist einnig hafa verið kýld í brjóstið og það hafi skapað skemmdir í sílíkonpúðum og hún þurft að fara í aðgerð.
Antony helur fram sakleysi sínu. Hann var yfirheyrður af lögreglunni í Brasilíu í júní en hefur ekki verið ákærður. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í sumar þar sem hann sagði að ásakanirnar væru tilbúningur.
Athugasemdir