Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 09:15
Elvar Geir Magnússon
Arsenal hefur fundað með Watkins - Cucurella vill fara
Powerade
Marc Cucurella.
Marc Cucurella.
Mynd: EPA
Miðvikudagsslúðrið góðir hálsar. Watkins, Toney, Joelinton, Longstaff, Ndidi, Cancelo og Sesko eru í pakka dagsins.

Edu, íþróttastjóri Arsenal, hefur fundað með umboðsmanni Ollie Watkins (27), sóknarmanni Aston Villa. Chelsea hefur einnig áhuga á Englendingnum. (Football Transfers)

Aston Villa er í viðræðum við Watkins um nýjan samning og vill að skrifað verði undir fyrir janúar. (90min)

Arsenal og Chelsea eru tilbúin að bjóða Brentford leikmenn og peninga fyrir sóknarmanninn Ivan Toney (27). Talið er að Brentford vilji um 75 milljónir punda fyrir Toney. (90min)

Spænski varnarmaðurinn Marc Cucurella (25) hefur sagt Chelsea að hann vilji fara í janúar. Cucurella var nálægt því að fara til Manchester United í sumar. (Mirror)

Newcastle United ætlar að ræða við brasilíska miðjumanninn Joelinton (27) og enska miðjumanninn Sean Longstaff (25) um framlengingu á samningum þeirra. Báðir samningar eru til sumarsins 2025. (Football Insider)

Everton vonast til þess að fá enska varnarmanninn Jarrad Branthwaite (21) til að skrifa undir nýjan samning. (The Athletic)

Barcelona íhugar að reyna að fá nígeríska miðjumanninn Wilfred Ndidi (26) þegar samningur hans við Leicester rennur út í lok tímabilsins. (Sport)

Napoli hefur áhuga á að ráða Christophe Galtier, fyrrum stjóra Paris St-Germain, eftir slaka byrjun á tímabilinu undir stjórn Rudi Garcia. Marseille hefur einnig áhuga á Galtier. (RMC Sport)

Breski milljarðamæringurinn Sir Jim Ratcliffe er tilbúinn að endursmíða tilboð sitt í Manchester United í þeirri von að ná samkomulagi við Glazerana. (Mirror)

Barcelona hefur náð munnlegu samkomulagi við Manchester City um að breyta lánssamningi portúgalska bakvarðarins Joao Cancelo (29) yfir í kaup fyrir 30,4 milljónir punda. (El Chiringuito TV)

Slóvenski sóknarmaðurinn Benjamin Sesko (20) segist hafa rætt við Manchester United áður en hann yfirgaf Red Bull Salzburg. Hann taldi að skipti til RB Leipzig væru betri fyrir þróun sína. (Transfermarkt)

Enska úrvalsdeildin hefur gefið Chelsea leyfi á að vera með auglýsingu frá íþróttagagnafyrirtækinu Infinite Athlete framan á treyjum sínum. Chelsea fær um 40 milljónir punda fyrir tímabilið. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner