Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Brentford vel undirbúið ef Toney fer
Thomas Frank, stjóri Brentford á Englandi, er að undirbúa sig fyrir það að missa Ivan Toney í janúarglugganum.

Enski sóknarmaðurinn er í banni fyrir brot á veðmálareglum en því lýkur í janúar.

Arsenal og Chelsea hafa verulegan áhuga á að fá hann inn í janúar, en Frank viðurkennir að það sé möguleiki á að hann missi hann.

„Í janúar? Ég veit það ekki. Eina sem ég er að einbeita mér að er leikurinn í dag. Auðvitað vitið þið að við erum að undirbúa okkur fyrir janúargluggann. Við erum ekki bara að leita að sóknarmönnum eða bakvörðum. Við erum vel undirbúnir fyrir allar stöður ef eitthvað gerist,“ sagði Frank.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner