Argentínski vængmaðurinn Nico Gonzalez framlengdi í gær samning sinn við ítalska félagið Fiorentina til 2028.
Þessi 25 ára gamli leikmaður var keyptur til Fiorentina frá Stuttgart fyrir tveimur árum.
Brentford og Leicester reyndu bæði að fá hann á síðasta ári en hann hafnaði tilboðunum.
Argentínski landsliðsmaðurinn, sem er lykilmaður í liði Fiorentina, hefur nú framlengt við félagið til næstu fimm ára.
Gonzalez hefur komið að 41 marki í 88 leikjum með Fiorentina og þá á hann 26 landsleiki og 5 mörk fyrir Argentínu.
Athugasemdir