Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 27. september 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Gattuso að taka við Marseille
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Gennaro Ivan Gattuso hefur samþykkt að taka við franska liðinu Marseille en þetta segir ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano.

Marcelino tók við Marseille í júní en sagði starfi sínu lausu á dögunum og bar fyrir sig persónulegar ástæður.

Stuðningsmenn Marseille hótuðu og móðguðu Marcelino sem var ástæðan fyrir brotthvarfinu.

Fabrizio Romano greindi frá því í gær að Gattuso væri nú búinn að samþykkja að taka við keflinu, en stuðningsmenn Marseille hugsa sig eflaust tvisvar um áður en þeir vaða í hann.

Gattuso var síðast þjálfari Valencia á Spáni, en hætti með liðið í janúar. Hann þjálfaði áður Milan, Napoli, Fiorentina, OFI Crete, Sion, Palermo og Pisa.

Hann mun fljúga til Marseille á næsta sólarhringnum til að ganga frá samningum áður en hann verður kynntur.
Athugasemdir
banner
banner