Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur hafnað aðal- og varakröfu Vals um að dæma Víkingi 3-0 tap þegar liðin áttust við, eða að leikurinn yrði spilaður aftur.
Úrslitin munu því standa en Víkingur vann leikinn 4-0. Félagið fær hinsvegar 250 þúsund króna sekt þar sem Arnar Gunnlaugsson mátti ekki vera í tenglum við starfslið.
Úrslitin munu því standa en Víkingur vann leikinn 4-0. Félagið fær hinsvegar 250 þúsund króna sekt þar sem Arnar Gunnlaugsson mátti ekki vera í tenglum við starfslið.
Valur kærði aðkomu Arnars en þjálfarinn var þá að afplána leikbann en var hinsvegar í beinum samskiptum við varamannabekk Víkings úr stúkunni.
Arnar viðurkenndi það í viðtali að hafa verið í sambandi við starfsliðið í leiknum, sem fór fram þann 20. ágúst.
Eins og áður sagði vildu Valsmenn að úrslitum yrði breytt eða leikurinn spilaður að nýju.
Víkingur hefur haft mikla yfirburði í Bestu deildinni og var Íslandsmeistaratitill félagsins innsiglaður í síðustu umferð.
Athugasemdir