Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   mán 27. nóvember 2023 20:10
Brynjar Ingi Erluson
Stefán Teitur og Sverrir Ingi skoruðu báðir í markaleik
Sverrir Ingi skoraði fyrsta mark sitt fyrir Midtjylland
Sverrir Ingi skoraði fyrsta mark sitt fyrir Midtjylland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur gerði fimmta mark sitt á tímabilinu
Stefán Teitur gerði fimmta mark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Það var sannkallaður Íslendingaslagur er Silkeborg og Midtjylland áttust við í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sverrir Ingi Ingason var í vörn Midtjylland og skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið á 19. mínútu.

Gestirnir virtust vera að undirbúa sig undir að taka langt innkast inn í teiginn, en í stað þess ákvað Mads Bech Sörensen að taka það stutt á brasilíska vinstri bakvörðinn Paulinho, sem kom með laglega fyrirgjöf á fjærstöng og á Sverri sem stangaði boltanum í netið.

Þrettán mínútum síðar fékk Alexander Lind, leikmaður Silkeborgar, að líta rauða spjaldið fyrir skuggalegt atvik. Hann fór þá með hnéið í markvörð Midtjylland. Markvörðurinn missti meðvitund um stuttan tíma áður en hann var borinn af velli og fluttur á sjúkrahús.

Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson jafnaði metin fyrir heimamenn undir lok hálfleiksins með góðu skoti. og staðan því jöfn í hálfleik. Fimmta mark Stefáns í deildinni á þessari leiktíð.

Gestirnir gengu á lagið í þeim síðari og skoruðu þrjú mörk til að landa sigrinum. Midtjylland er í 2. sæti með 33 stig, jafnmörg og FCK, sem er á toppnum, en Silkeborg er í 4. sæti með 27 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner