Lucas Paqueta er að ganga í raðir brasilíska félagsins Flamengo sem kaupir hann af enska félaginu West Ham.
Paqueta mun skrifa undir fimm ára samning í Brasilíu og á að ferðast til heimalandsins seinna í dag. Félagaskiptin munu gera hann að dýrasta leikmanni sem brasilískt félag hefur keypt. Gerson, sem Cruzeiro keypti frá Zenit, var áður sá dýrasti í sögu brasilísku deildarinnar.
Paqueta mun skrifa undir fimm ára samning í Brasilíu og á að ferðast til heimalandsins seinna í dag. Félagaskiptin munu gera hann að dýrasta leikmanni sem brasilískt félag hefur keypt. Gerson, sem Cruzeiro keypti frá Zenit, var áður sá dýrasti í sögu brasilísku deildarinnar.
Félögin hafa verið að ræða sín á milli í talsverðan tíma, alveg frá því að Paqueta tilkynnti að hann vildi fara heim til Brasilíu. Hann er uppalinn hjá Flamengo og var hjá félaginu til 2019 þegar AC Milan fékk hann til Evrópu.
Fabrizio Romano segir frá því að Flamengo greiði 36 milljónir punda fyrir þennan 28 ára gamla brasilíska sóknartengilið. Flamengo mun greiða kaupverðið í nokkrum skrefum og eiga lokagreiðslurnar að berast til West Ham árið 2028.
Hann kom til West Ham frá Lyon sumarið 2022 og var sagt frá því að hann hefði kostað um 51 milljón punda. Paqueta skoraði 23 mörk og lagði upp 15 í 139 leikjum fyrir West Ham.
Athugasemdir




