Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 16:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann er mættur aftur"
Frábær í dag.
Frábær í dag.
Mynd: Getty Images
Gareth Bale átti frábæran leik fyrir Tottenham í sannfærandi sigri á Burnley í dag.

Bale fékk tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti sér það til hins ítrasta. Hann skoraði strax á annarri mínútu og lagði svo upp mark fyrir Harry Kane. Hann skoraði fjórða mark Tottenham í seinni hálfleiknum.

„Það er núna einn mánuður síðan Gareth Bale var tekinn af velli á 61. mínútu eftir slaka frammistöðu gegn Brighton. Fjórum vikum síðar og það er eins og við séum að horfa á allt annan leikmann," skrifaði Rob Guest í grein sinni fyrir football.london.

„Þetta er leikmaður sem getur breytt Tottenham... hann er mættur aftur!"

Hinn 31 árs gamli Bale hefur ekki átt sérlega gott tímabil fyrir Tottenham heilt yfir og verið í vandræðum með að koma sér í gott stand. Hann spilað hins vegar frábærlega í dag og þessi leikur gegn Burnley minnti á það hvernig Bale var fyrir átta, níu árum síðar.

Bale fékk hvorki meira né minna en tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá football.london og hann uppskar hrós frá knattsyrnustjóra sínum, Jose Mourinho.

„Þegar hann er góðu standi þá getur hann gert svona eins og hann gerði í dag. Hann átti mjög góðan leik, ekki bara af því að hann skoraði mörk. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd," sagði Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner