Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. apríl 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi Max-deild kvenna: 5. sæti
Þór/KA er spáð 5. sæti.
Þór/KA er spáð 5. sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Karen María Sigurgeirsdóttir
Karen María Sigurgeirsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
María Catharina Ólafs. Gros
María Catharina Ólafs. Gros
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Keppni í Pepsi Max-deild kvenna hefst 4. maí næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. Þór/KA
6. Þróttur R.
7. Stjarnan
8. ÍBV
9. Keflavík
10. Tindastóll

5. Þór/KA

Lokastaða í fyrra: Þór/KA varð Íslandsmeistari árið 2017 en síðan þá hefur liðið ekki náð sömu hæðum. Í fyrra endaði liðið í 7. sæti, tveimur stigum frá falli.

Þjálfarinn: Andri Hjörvar Albertsson tók við stjórnartaumunum af Halldóri Jóni Sigurðssyni, Donna, eftir tímabilið 2019. Andri var áður aðstoðarþjálfari Þórs/KA en hann fer nú inn í sitt annað tímabil sem aðalþjálfari.

Álit Jóa
Jóhann Kristinn Gunnarsson er sérfræðingur Fótbolta.net í Pepsi Max-deild kvenna líkt og síðustu ár. Hér er álit hans á liði Þór/KA.

„Það er talsverð endurnýjun hjá Þór/KA. Í sumar fá ungu leikmennirnir áfram sinn séns í bland við reynsluboltana sem hafa marga fjöruna sopið. Alveg verður skipt út erlendum leikmönnum og koma þrjár ansi álitlegar inn sem hafa ekki verið áður. Ný stjórn var tilkynnt á dögunum og er þjálfarateymið fjölmennt og greinilega einhver orka í kringum liðið. Nói Björns steig til hliðar eftir áralanga veru við stjórnartaumana og skilur eftir sig alveg ótrúlegt starf, ásamt öllum hinum sem hönd hafa lagt á plóg."

Pottþétt hugur að komast aftur í toppbaráttuna
„Nýir vindar leika um liðið og ljóst er að ný kynslóð er að taka við. Þó er kletturinn og fyrirliðinn Arna Sif enn á sínum stað og munar nú um minna. Ungar og spennandi stelpur eru nú að sigla inn í tímabil með svolitla reynslu á bakinu og verður gaman að sjá þær taka næsta skref."

„Liðið er örugglega ekki sátt með niðurstöðu síðasta sumars og koma eflaust af miklu krafti inn í mótið. Þó lítur út fyrir að Arna Sif verði ekki með í fyrstu leikjunum og þá er enn mikilvægara að aðrar stígi upp og láti að sér kveða."

„Spáin kveður á um að liðið endi um miðja deild en það er alveg pottþétt hugur í Þór/KA til þess að komast aftur upp í toppbaráttuna. Það er aldrei að vita nema það geti orðið í sumar ef erlendu leikmennirnir koma með gæði og ferska vinda með sér því grunnurinn er alltaf sterkur hjá Akureyringum. Svo er alltaf gæfuspor að hafa útsmoginn og reynslumikinn tæknilegan ráðgjafa."


Lykilmenn: Arna Sif Ásgrímsdóttir kemur fersk inn úr dvöl sinni í Skotlandi og er einn allra sterkasti leikmaður deildarinnar. Harpa Jóhannsdóttir kemur til með að eiga sitt besta sumar og treður sokkum ofan í marga. Hulda Björg Hannesdóttir verður einnig í lykilhlutverki.

Gaman að fylgjast með: Karen María Sigurgeirsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros.

Komnar:
Agnes Birta Stefánsdóttir var á láni í Tindastól
Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum
Hafrún Mist Guðmundsdóttir frá Hömrunum
Iðunn Rán Gunnarsdóttir frá Hömrunum
Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir frá Hömrunum
Miranda Smith frá Kanada
Lilja Björg Geirsdóttir frá Hömrunum
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir var á láni í Tindastól
Sara Mjöll Jóhannsdóttir var á láni hjá Hömrunum
Sandra Nabweteme frá Úganda
Steingerður Snorradóttir frá Hömrunum

Farnar
Gaby Guillen til Kosta Ríka
Georgia Stevens til Englands
Heiða Ragney Viðarsdóttir í Stjörnuna
Madeline Gotta

Sjá einnig
Hin Hliðin - María Catharina Ólafsd. (Þór/KA)
Hin Hliðin - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Athugasemdir
banner
banner