Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fim 28. maí 2020 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hafnaði launalækkun hjá Union og fær ekki að spila
Sóknarmaðurinn Sebastian Polter mun ekki spila fyrir Union Berlin aftur en samningur hans við félagið rennur út í lok júní.

Hann er eini leikmaður Union sem neitaði að taka á sig launalækkun vegna kórónuveirunnar.

„Það er eitt af grunngildum okkar hjá FC Union Berlin að við myndum þétt og náið samfélag þar sem við berjumst fyrir hvorn annan og stöndum með félaginu á erfiðum tímum," sagði Dirk Zingler, forseti Union Berlin.

„Sebastian er eini starfsmaður félagsins sem virðist ekki fara eftir þessum gildum. Félagið skilur ekki ákvörðun hans og er gríðarlega vonsvikið. Til að vernda móralinn í hópnum höfum við því ákveðið að Sebastian mun ekki lengur vera partur af aðalliðinu á leikdögum. Hann mun þó halda áfram að æfa með hópnum."

Polter er 29 ára gamall og hefur þessi fyrrum sóknarmaður QPR skorað 46 mörk í 104 leikjum fyrir Union Berlin. Hann hefur verið lykilmaður undanfarin ár í B-deildinni en er þó aðeins kominn með tvö mörk í þrettán leikjum í efstu deild.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner