Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 14:17
Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Larsen í Fylki (Staðfest) - Kolbrún Tinna spilaði
Sólveig er gengin til liðs við Fylki.
Sólveig er gengin til liðs við Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen er gengin í raðir Fylkis frá Breiðabliki en hún kemur til félagsins á láni og hefur þegar fengið leikheimild með liðinu.

Sólveig sem verður tvítug á árinu lék með liðinu í 1-1 jafntefli gegn ÍBV í æfingaleik í Árbænum í gærkvöldi.

Hún er uppalin í Breiðabliki en hefur einnig spilað með B-liði félagsins, Augnabliki í 1. deildinni auk þess sem hún spilaði fimm leiki með HK/Víkingi í fyrra. Hún hefur spilað 64 meistaraflokksleiki á ferlinum og skorað í þeim 12 mörk.

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir varnarmaður Stjörnunnar spilaði einnig með Fylki í leiknum en hún hefur ekki enn fengið félagaskipti í Árbæinn. Hún lék 5 leiki með Stjörnunni í fyrrasumar áður en hún hélt utan til náms í Arkansas í Bandaríkjunum.

Fylkir hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum og Sólveig er áttundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins og Kolbrún Tinna yrði níunda ef hún skiptir líka. Aðeins einn leikmaður er farinn, Ída Marín Hermannsdóttir sem fór í Val.

Komnar
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen frá Breiðabliki
Eva Rut Ásþórsdóttir frá HK/Víkingi
Íris Una Þórðardóttir frá Keflavík
Katla María Þórðardóttir frá Keflavík
María Eva Eyjólfsdóttir frá Stjörnunni
Sara Dögg Ásþórsdóttir frá Aftureldingu
Stefanía Ragnarsdóttir frá Val
Tinna Harðardóttir frá Breiðabliki

Farnar:
Ída Marín Hermannsdóttir í Val
Athugasemdir
banner
banner
banner