Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   sun 28. maí 2023 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Messi kominn með jafn marga titla og Alves
Mynd: EPA
Argentínski snillingurinn Lionel Messi er búinn að jafna titlamet Dani Alves en þeir eru báðir með 43 á bakinu.

Messi varð franskur meistari annað árið í röð með Paris Saint-Germain í gær en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Strasbourg og dugði það til að vinna deildina.

Þetta var 43. titill Messi á ferlinum og hefur hann því jafnað brasilíska hægri bakvörðinn Dani Alves.

Alves lagði skóna á hilluna eftir heimsmeistaramótið í Katar en þessa dagana er hann í fangelsi í Barcelona. Hann var kærður fyrir nauðgun rétt eftir mótið og bíður nú örlaga sinna.

Messi, sem er fyrrum liðsfélagi Alves, er sagður á leið aftur til Barcelona og mun hann eflaust njóta sín undir stjórn Xavi og bæta met Alves.


Athugasemdir
banner
banner