Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. júní 2020 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jón Arnar Barðdal spáir í 2. umferð Lengjudeildarinnar
Lengjudeildin
Jón Arnar fagnar marki sínu gegn KR um síðustu helgi.
Jón Arnar fagnar marki sínu gegn KR um síðustu helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson.
Adam Ægir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Theódór Árnason var með fimm rétta þegar hann spáði í 1. umferð Lengjudeildar karla.

Jón Arnar Barðdal, sóknarmaður HK, spáir í leiki 2. umferðar sem fer fram í heild sinni í dag.

Grindavík 1 - 3 Þróttur R. (14 í dag)
Aron Jó mun stýra leiknum, en því miður fyrir Grindavík er Dion einfaldlega of hraður og því spái ég að þessi leikur muni enda 1-3 fyrir Þrótt.

Leiknir R. 2 - 0 Vestri (14 í dag)
Daði Bærings mun stýra spilinu á miðjunni þrátt fyrir að vera hægasti maður vallarins hjá Leiknismönnum. Fyrirliðinn Sævar Atli Magnúson og Máni Austmann munu að öllum líkindum skila góðu framlagi og marki að auki.

Víkingur Ó. 0 - 1 Keflavík (16 í dag)
Minn maður Adam Páls mun setja einn þrumufleyg rakleiðis í samskeytin og sussar á áhorfendur í kjölfarið.

Afturelding 0 - 2 ÍBV (16 í dag)
Robbi frændi mun leggja upp tvö á vin sinn Gary Martin og því finnst mér líklegt að leikar endi með 2-0 sigri ÍBV.

Magni 1 - 3 Fram (16 í dag)
Ég elti Magnamenn á röndum í síðustu viku og mér finnst líklegt að þeir séu dasaðir eftir það. Þetta verður 3-1 tap hjá Magna þar sem að Frosti bætir upp fyrir niðurlæginguna.

Leiknir F. 0 - 0 Þór (16 í dag)
Dautt 0 - 0 jafntefli. Teppið í Fjarðabyggðarhöllinni er þreytandi.

Fyrri spámenn:
Pétur Theódór Árnason (5 réttir)
Athugasemdir
banner
banner