Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 28. september 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar segir mikla eftirvæntingu fyrir 50 milljóna króna leiknum, viðureigninni við Vestra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að spila. Að vera kominn hingað og sjá völlinn, mikil upphitun og mikið umtal alls staðar, það gerir mann spenntan fyrir þessum leik," segir Aron.

„Það er mjög mikið undir, hvorugt liðið hefur farið í efstu deild. Það hefur verið mikill metnaður í liðunum síðustu ár og fólkið í bæjarfélögunum og íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir því. Það er búið að byggjast upp og að setja þetta allt í 90 mínútna leik er geggjað."

Aron segir alls ekki ólíklegt að leikurinn endi í 120 mínútum og jafnvel vítakeppni enda sé Vestri með lið sem sé erfitt viðureignar.

Afturelding var lengst af sumars í toppsæti Lengjudeildarinnar en féll svo niður í annað sætið og endaði í úrslitakeppninni. Margir bjuggust við Mosfellingum bognum og brotnum í undanúrslitunum gegn Leikni en annað var uppi á teningnum.

„Þetta var meira hausinn og andlegi þátturinn, það var ekkert að detta með okkur. Svo koma Leiknisleikirnir og þá var að duga eða drepast. Það var allt undir. Enginn hafði trú á okkur lengur og við höfðum allt í einu allt að sanna. Við erum í raun bara að bíða eftir því á laugardaginn að gera það sama."
Athugasemdir
banner