Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 28. september 2023 15:54
Elvar Geir Magnússon
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elí Sævarsson fyrirliði Aftureldingar segir mikla eftirvæntingu fyrir 50 milljóna króna leiknum, viðureigninni við Vestra á Laugardalsvelli á laugardaginn. Leikið verður til þrautar og sigurliðið mun leika í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Maður getur eiginlega ekki beðið eftir því að spila. Að vera kominn hingað og sjá völlinn, mikil upphitun og mikið umtal alls staðar, það gerir mann spenntan fyrir þessum leik," segir Aron.

„Það er mjög mikið undir, hvorugt liðið hefur farið í efstu deild. Það hefur verið mikill metnaður í liðunum síðustu ár og fólkið í bæjarfélögunum og íþróttaáhugamenn hafa tekið eftir því. Það er búið að byggjast upp og að setja þetta allt í 90 mínútna leik er geggjað."

Aron segir alls ekki ólíklegt að leikurinn endi í 120 mínútum og jafnvel vítakeppni enda sé Vestri með lið sem sé erfitt viðureignar.

Afturelding var lengst af sumars í toppsæti Lengjudeildarinnar en féll svo niður í annað sætið og endaði í úrslitakeppninni. Margir bjuggust við Mosfellingum bognum og brotnum í undanúrslitunum gegn Leikni en annað var uppi á teningnum.

„Þetta var meira hausinn og andlegi þátturinn, það var ekkert að detta með okkur. Svo koma Leiknisleikirnir og þá var að duga eða drepast. Það var allt undir. Enginn hafði trú á okkur lengur og við höfðum allt í einu allt að sanna. Við erum í raun bara að bíða eftir því á laugardaginn að gera það sama."
Athugasemdir
banner