
Lýsingar frá leikjum Leiknis í Lengjudeildinni í sumar vöktu talsverða athygli en þeir Jóhann Helgi Sveinsson og Patrekur Andrés Axelsson sáu um að lýsa leikjum í útsendingum deildarinnar frá Domusnova vellinum í Breiðholti.
Lýsingarnar voru ansi líflegar og snérust oft á tíðum upp í eitthvað allt annað en leikinn sjálfan.
Patrekur er líklega fyrsti lögblindi fótboltalýsandinn. Patrekur æfði með yngri flokkum Leiknis en var 19 ára þegar hann missti sjónina.
Lýsingarnar voru ansi líflegar og snérust oft á tíðum upp í eitthvað allt annað en leikinn sjálfan.
Patrekur er líklega fyrsti lögblindi fótboltalýsandinn. Patrekur æfði með yngri flokkum Leiknis en var 19 ára þegar hann missti sjónina.
Patrekur er afreksmaður í íþróttum, á fjölmörg met í spretthlaupi og var fánaberi Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó.
„Jói heyrði í mér og sagði að það vantaði lýsendur á leiki Leiknis í Lengjudeildinni. Ég hafði mætt á alla heimaleiki Leiknis og byrjaði að lýsa með Jóhanni. Við byrjuðum á leiknum gegn Þrótti þar sem góður sigur vannst," segir Patrekur.
„Ég sé um að koma með tölfræðimola, gögn og skýrslur. Ég er svokallaður 'co-ari', semsagt Jóhanni til aðstoðar með ýmsar upplýsingar. Til dæmis hvað leikmenn og þjálfararnir eru væntanlega að pæla. Svo kemur létt grín inn á milli."
Ekki er ólíklegt að þetta lýsendateymi snúi aftur í Lengjudeildinni á næsta tímabili en Leiknisliðið tapaði gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins.
Athugasemdir