Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   fim 28. september 2023 10:23
Elvar Geir Magnússon
Patrekur fyrsti blindi fótboltalýsandinn
Lengjudeildin
watermark Patrekur við lýsingu á Domusnova vellinum.
Patrekur við lýsingu á Domusnova vellinum.
Mynd: Aðsend
watermark
Mynd: Aðsend
Lýsingar frá leikjum Leiknis í Lengjudeildinni í sumar vöktu talsverða athygli en þeir Jóhann Helgi Sveinsson og Patrekur Andrés Axelsson sáu um að lýsa leikjum í útsendingum deildarinnar frá Domusnova vellinum í Breiðholti.

Lýsingarnar voru ansi líflegar og snérust oft á tíðum upp í eitthvað allt annað en leikinn sjálfan.

Patrekur er líklega fyrsti lögblindi fótboltalýsandinn. Pat­rek­ur æfði með yngri flokkum Leiknis en var 19 ára þegar hann missti sjón­ina.

Patrekur er afreksmaður í íþróttum, á fjölmörg met í spretthlaupi og var fánaberi Íslands á setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó.

„Jói heyrði í mér og sagði að það vantaði lýsendur á leiki Leiknis í Lengjudeildinni. Ég hafði mætt á alla heimaleiki Leiknis og byrjaði að lýsa með Jóhanni. Við byrjuðum á leiknum gegn Þrótti þar sem góður sigur vannst," segir Patrekur.

„Ég sé um að koma með tölfræðimola, gögn og skýrslur. Ég er svokallaður 'co-ari', semsagt Jóhanni til aðstoðar með ýmsar upplýsingar. Til dæmis hvað leikmenn og þjálfararnir eru væntanlega að pæla. Svo kemur létt grín inn á milli."

Ekki er ólíklegt að þetta lýsendateymi snúi aftur í Lengjudeildinni á næsta tímabili en Leiknisliðið tapaði gegn Aftureldingu í undanúrslitum umspilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner