
Í dag var dregið í riðla fyrir EM kvenna sem fram fer á Englandi næsta sumar. Ísland verður í D-riðlinum en hér má sjá hvernig drátturinn endaði.
Ísland var síðasta landið upp úr pottunum og mun leika í Rotherham og Manchester. Tveir af leikjum riðilsins verða á varaliðsvelli Manchester City í Manchester og einn á New York vellinum í Rotherham .
Ísland var síðasta landið upp úr pottunum og mun leika í Rotherham og Manchester. Tveir af leikjum riðilsins verða á varaliðsvelli Manchester City í Manchester og einn á New York vellinum í Rotherham .
Svona verður leikjadagskrá Íslands á EM 2022:
10. júlí 16:00: Ísland - Belgía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
14. júlí 16:00: Ísland - Ítalía (Akademíuvöllurinn í Manchester)
18. júlí 19:00: Ísland - Frakkland (New York völlurinn í Rotherham)
Svona er staðan á heimslistanum í okkar riðli:
Frakkland 5. sæti
Ítalía 14. sæti
Belgía 19. sæti
Ísland 16. sæti
Athugasemdir