Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 28. nóvember 2022 18:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þjálfarar í Bestu: Nokkur stór mál sem þarf að ræða og bæta
Eftir leik Þróttar og Selfoss í sumar.
Eftir leik Þróttar og Selfoss í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarinn Pétur Pétursson er á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið.
Íslands- og bikarmeistarinn Pétur Pétursson er á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik í Bestu deild kvenna.
Úr leik í Bestu deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarar í Bestu deild kvenna frá því í sumar hafa sent frá sér sameiginlegt bréf út af dómgæslu í deildinni frá tímabilinu sem var að líða.

Það vakti athygli fyrr í sumar eftir leik Þróttar og Selfoss að báðir þjálfarar ræddu við dómarann eftir leik.

„Við vorum þarna bæði þjálfarateymin að tala við dómarann um það að okkur fyndist leikmenn beggja liða illa verndaðir í leiknum og er þetta eitthvað sem er almennt í deildinni. Leikmenn komast upp með of mikið. Það er eins og það eigi að lækka einhvern 'standard' vegna þess að þetta er kvennafótbolti með því að refsa ekki fyrir hluti sem yrðu refsað fyrir í karlafótbolta," sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.

Björn talaði um að leikmenn hjá sér hefðu getað fengið gult spjald, en sluppu með það. Hann var ekki sáttur með það að leikmenn væru að sleppa við að fá spjald þegar það er verðskuldað, það verði að taka á þessu.

Nokkur stór mál sem þarf að ræða og bæta
Í opnu bréfi sem Fótbolti.net fékk sent koma þjálfararnir saman og gera kröfur á að það verði gert betur þegar kemur að dómaramálum í Bestu deild kvenna.

„KSÍ hefur ekki enn leitað til okkar þjálfarana með hugmyndir til þess að ræða svo hægt sé að bæta kvennaboltann og gefa honum þá virðingu sem hann á skilið. Þetta er opið bréf vegna þess að það eru nokkur stór mál sem þarf að ræða og bæta. Tölurnar sem minnst er á í bréfinu eru frá WyScout."

Fram kemur í bréfinu að það sé lítill sem enginn stöðugleiki þegar kemur að dómurum í Bestu deild kvenna. Það eru margir mismunandi dómarar að fá leiki í deildinni og dæmi eru um að þetta séu dómarar sem eru að dæma í 2. 3. og 4. deild karla. „Þetta er mikil vanvirðing fyrir Bestu deild kvenna á Íslandi."

„Við getum samþykkt þetta ef um er að ræða efnilega dómara sem eru í ákveðnu ferli, en þannig er það ekki. Besta-deild kvenna er að fá dómara sem eru ekki taldir nægilega góðir fyrir tvær bestu deildir karla. Af hverju er ekki lítill hópur dómara sem einbeitir sér að kvennaboltanum líkt og er í Bestu deild karla?"

Bent er á tölfræði á milli Bestu deildar karla, Lengjudeildar karla og Bestu deildar kvenna. Er mikill munur þar á. Í bréfinu er kallað eftir skýrari samskiptum á milli félaga og KSÍ um dómgæsluna.

„Það þarf að skoða það af hverju það er svona mikill munur á milli kynja. Við erum ekki að segja að við viljum núna tífalda fjölda rauðra spjalda og víta í fyrstu umferðunum á næsta tímabili bara til að friða okkur, við viljum bara samskiptaleið til að fá útskýra á því hvers vegna það er misræmi á milli karla- og kvennaboltans í dómgæslu."

„Þetta er lítið land þar sem samskipti um þessi mál gætu verið afgreidd mjög auðveldlega í stað þess að - eins og tilfinningin er - að fólk feli sig í von um að enginn segi neitt."

„Við viljum öll það besta fyrir kvennafótboltann á Íslandi, því er ekki hægt að neita. Fyrir okkur þjálfarana vildum við koma okkar áliti á framfæri vegna þess að okkur finnst þetta vera atriði sem þarf að draga fram og koma upp á yfirborðið svo við getum hjálpað leiknum áfram í rétta átt. Einnig að það skapist betri skilningur á milli þjálfara, leikmanna, forráðamanna og KSÍ."

KSÍ er með bréfið á borði hjá sér en hægt er að skoða það í heild sinni hér fyrir neðan. Bréfið er á ensku.

Undirrituð nöfn á bréfinu eru:
Nik Chamberlain
Björn Sigurbjörnsson
Pétur Pétursson
Kristján Guðmundsson
Ásmundur Arnarsson
Jón Stefán Jónsson
Perry Mclachlan
Gunnar Magnús Jónsson
Alexander Aron Davorsson
Arnar Páll Garðarsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner