Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 28. nóvember 2023 22:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin: Atletico, Lazio og Dortmund komin áfram - Dramatík í Frakklandi
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Línur eru farnar að skýrast í Meistaradeildinni en þrjú lið tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitunum í kvöld.


Manchester City og RB Leipzig voru búin að tryggja sætið sitt í 16 liða úrslitunum fyrir umferðina en liðin mættust í Manchester í kvöld. Leipzig var með 2-0 forystu í hálfleik en það var Lois Openda sem skoraði bæði mörkin.

City komu mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og þar var Phil Foden í aðalhlutverki. Hann lagði upp fyrsta markið á markahrókinn Erling Haaland. Foden bjafnaði metin fyrir City þegar hann skoraði annað mark liðsins.

Þegar skammt var til leiksloka fullkomnaði Julian Alvarez endurkomuna með því að skora eftir undirbúning Foden.

Lazio fór langt með að tryggja sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Celtic fyrr í kvöld en liðið þurfti að treysta á sigur Atletico Madrid gegn Feyenoord í Hollandi. Atletico var með forystu í hálfleik þar sem Latsharel Geertruida varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Mario Hermoso bætti öðru markinu við þegar hann skoraði glæsilegt mark. Feyenoord minnkaði muninn áður en framherjinn Santiago Gimenez varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja sigur Atletico. Lazio og Atletico eru því komin áfram og Feyenoord fer í Evrópudeildina.

Barcelona lenti undir gegn Porto en kom til baka og vann 2-1 sigur sem þýðir að Barcelona er á toppi riðilsins með 12 stig en Porto og Shakhtar í 2. og 3. sæti með 9 stig. En Barcelona hefur þó tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum.

Það var rosaleg dramatík í dauðariðlinum, F riðli. Dortmund lagði AC Milan og tryggði sér sæti í 16 liða úrslitunum.

Alexander Isak kom Newcastle yfir gegn PSG í Frakklandi en heimamenn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna metin. PSG fékk ansi umdeilda vítaspyrnu seint í uppbótatíma og Kylian Mbappe tók vítið og skoraði og um leið tryggði PSG stig.

Dortmund er á toppnum með 10 stig, PSG í öðru sæti með 7 stig, Newcastle og Milan með 5 stig í 3. og 4. sæti. 

Paris Saint Germain 1 - 1 Newcastle
0-1 Alexander Isak ('24 )
1-1 Kylian Mbappe ('90 , víti)

Milan 1 - 3 Borussia D.
0-0 Olivier Giroud ('6 , Misnotað víti)
0-1 Marco Reus ('10 , víti)
1-1 Samuel Chukwueze ('37 )
1-2 Jamie Bynoe Gittens ('59 )
1-3 Karim Adeyemi ('69 )

Feyenoord 1 - 3 Atletico Madrid
1-0 Lutsharel Geertruida ('14 , sjálfsmark)
1-1 Mario Hermoso ('57 )
2-1 Mats Wieffer ('77 )
3-1 Santiago Gimenez ('81 , sjálfsmark)

Manchester City 3 - 2 RB Leipzig
0-1 Lois Openda ('13 )
0-2 Lois Openda ('33 )
1-2 Erling Haland ('54 )
2-2 Phil Foden ('70 )
3-2 Julian Alvarez ('87 )

Young Boys 2 - 0 Crvena Zvezda
0-1 Kosta Nedeljkovic ('8 , sjálfsmark)
1-1 Lewin Blum ('29 )

Barcelona 2 - 1 Porto
0-1 Pepe ('30 )
1-1 Joao Cancelo ('32 )
2-1 Joao Felix ('57 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner