Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. júní 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dyche orðinn þreyttur: Munum missa McNeil
Mynd: Getty Images
Sean Dyche hefur gert góða hluti við stjórnvölinn hjá Burnley en er orðinn þreyttur á metnaðarleysi félagsins. Hann tók við félaginu í október 2012 og situr enn í stjórasætinu.

Hann segir félagið missa af mörgum gæðaleikmönnum á leikmannamarkaðinum vegna þess að stjórnarmenn eru smeykir við að gera mistök og kasta pening út um gluggann.

Þá er hann ósáttur að félagið geti ekki haldið lykilmönnum innan sinna raða vegna tilboða frá stærri félögum.

„Ég skrifa ekki tékkana, ég get bara tjáð mínar skoðanir. Lífið hjá Burnley FC hefur ekki breyst á sjö og hálfu ári. Ég er búinn að venjast þessu en ég get ekki samþykkt þetta," sagði Dyche, sem var svo spurður út í framtíð ungstirnisins Dwight McNeil.

„Þetta er eitthvað sem gerist aftur og aftur hjá þessu félagi og aldur leikmannsins hefur ekkert með það að gera. Bestu leikmenn Burnley munu alltaf enda á að yfirgefa félagið vegna þess að þetta félag vill ekki ná árangri.

„Undanfarin ár höfum við styrkt okkar stöðu og er félagið gríðarlega vel sett fjárhagslega. Þar af leiðandi munu félög þurfa að borga mikið til að kaupa leikmennina okkar.

„Ég hef samt engar efasemdir um að Dwight yfirgefi Burnley á einhverjum tímapunkti. Hann getur ekki upplifað drauminn sinn hér, hann verður að skipta yfir til stærra félags."

Athugasemdir
banner
banner