Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   lau 29. júlí 2023 21:19
Anton Freyr Jónsson
Blikar hafi fallið í gildru Stjörnunnar - „Einn lélegasti hálfleikur okkar í sumar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fyrstu 45 mínúturnar eru örugglega lélegastu, lélegasta hlaup sem við höfum átt í sumar og við féllum í gildruna hjá þeim" sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðablik eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í kvöld. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Stjarnan

„Þeir mættu til leiks til að koma boltanum hratt upp, brjóta á okkur þegar þeir gætu og mér fannst við ekki svara þeim og þetta var bara svona pínu soft og ekki klárir í það en svo í seinni hálfleik fannst mér við gera meira en nóg til þess að vinna leikinn."

Mikið leikjaálag er hjá Breiðablik um þessar mundir. Fann Óskar Hrafn eitthvað þreytu merki á liðinu í dag?

„Já, það voru nokkrir menn orðnir mjög þreyttir, menn sem að hafa spilað mikið eru auðvitað orðnir þreyttir og eins og eðlilegt er en það er nægur tími í næsta leik."

Breiðablik er að fara til Kaupmannahafnar og mæta FCK í seinni leik þessara liði og má búast við allt öðrum leik en á Kópavogsvelli á þriðjudaginn síðasta. Hvernig ætla Blikar að nálgast verkefnið á Parken?

„Bara nákvæmlega eins og við nálguðumst þann leik, við ætlum að mæta þeim hátt, við ætlum að pressa þá og þora að halda boltanujm og vara þolinmóðir með boltann og það er eina leiðin fyrir okkur til að vera betri í því sem við erum að gera."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner