Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   þri 29. september 2020 18:34
Sverrir Örn Einarsson
Helgi: Þeir refsuðu okkur grimmilega
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í annað sinn á 17 dögum þurfti ÍBV að sætta sig við 3-1 tap gegn toppliði Keflavíkur í Lengjudeildinni er liðin mættust á Nettóvellinum í dag. Tapið gerir því sem næst út um tölfræðilega möguleika ÍBV á því að vinna sér sæti í Pepsi Max að ári en 9 stig skilja þá að frá liði Fram sem sitja í öðru sæti deildariinar þegar 3 umferðum er ólokið.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 ÍBV

„Við vorum að spila ágætlega á köflum og vorum að skapa okkur fín færi en þeir refsuðu okkur grimmilega og þar við sat. Hundfúlt því menn voru að leggja mikið í þetta.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV við fréttaritara að leik loknum.

Eyjamenn voru betri aðilinn framan af í leiknum og stjórnuðu flæði leiksins í fyrri hálfleik ásamt því að skapa sér ágæt færi. Lukkan var þó ekki á bandi gestanna í dag.

„Það er meiri lukka hjá liðum sem gengur vel en engu að síður ætluðum við að koma hingað og sýna okkar rétta andlit. Mér fannst við gera það mjög vel í fyrri hálfleik. Svo fyrstu 10 í seinni hálfleik fórum við með þetta og þá var á brattann að sækja,“

Möguleikar ÍBV á sæti í Pepsi Max að ári eru líkt og áður segir að engu orðnir. Hver eru markmið ÍBV fram að mótslokum?

„Við erum ÍBV og förum í hvern leik til þess að vinna. Við eigum eftir 3 leiki í deildinni og svo eru undanúrslit í bikar við eigum bara að halda áfram og ekki láta þetta hafa of mikil áhrif á okkur þó við séum hundfúlir í dag.“

Sagði Helgi en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner