Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 29. september 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki okkar besti leikur, við vorum að ströggla svolítið í fyrri hálfleik. Við byrjuðum reyndar ágætlega, skorum eftir 30 sekúndur svo fjaraði aðeins undan þessu." Sagði Steinþór Már Auðunsson leikmaður KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

KA hefur ekki mikið að spila fyrir það sem eftir er af mótinu þar sem þeir geta ekki fallið. Þeir eru einnig nýkrýndir bikarmeistarar og því mikið verið talað um að þeir gætu spilað þessu leiki sem eftir er í einhverri 'bikarþynnku'.

„Það er eflaust hægt að tala um bikarþynnku. Mér finnst það samt ekki nein afsökun, við eigum bara að klára þessa leiki, og fara í þetta að fullri einbeitingu þó við séum að keppa um rosalega lítið."

KA endaði síðasta tímabil sem besta liðið í neðri hlutanum og þeir hafa það sem markmið núna að gera það aftur.

„Við stefnum alltaf á Forsetabikarinn, það væri gaman að vinna þrefalt. Taka Kjarnafæðismótið, Mjólkurbikarinn og Forsetabikarinn, það væri ekki leiðinlegt."

Steinþór varði víti á lokasekúndu leiksins. Góð markvarsla hjá honum og alls ekki hans fyrsta víta varsla.

„Maður er orðinn gamall, og farinn að reyna að lesa í menn. Það er farið að heppnast oftar en ekki."

Steinþór vakti mikla athygli eftir Bikarúrslitaleikinn þar sem hann mætti í viðtöl eftir leik og fólki þótti hann mjög skemmtilegur.

„Það hafa nokkrir haft samband, en þó ekki mikið. Það er aðallega verið að gera grína af manni í vinnunni og inni í klefanum og svona."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner