Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 29. september 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki okkar besti leikur, við vorum að ströggla svolítið í fyrri hálfleik. Við byrjuðum reyndar ágætlega, skorum eftir 30 sekúndur svo fjaraði aðeins undan þessu." Sagði Steinþór Már Auðunsson leikmaður KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

KA hefur ekki mikið að spila fyrir það sem eftir er af mótinu þar sem þeir geta ekki fallið. Þeir eru einnig nýkrýndir bikarmeistarar og því mikið verið talað um að þeir gætu spilað þessu leiki sem eftir er í einhverri 'bikarþynnku'.

„Það er eflaust hægt að tala um bikarþynnku. Mér finnst það samt ekki nein afsökun, við eigum bara að klára þessa leiki, og fara í þetta að fullri einbeitingu þó við séum að keppa um rosalega lítið."

KA endaði síðasta tímabil sem besta liðið í neðri hlutanum og þeir hafa það sem markmið núna að gera það aftur.

„Við stefnum alltaf á Forsetabikarinn, það væri gaman að vinna þrefalt. Taka Kjarnafæðismótið, Mjólkurbikarinn og Forsetabikarinn, það væri ekki leiðinlegt."

Steinþór varði víti á lokasekúndu leiksins. Góð markvarsla hjá honum og alls ekki hans fyrsta víta varsla.

„Maður er orðinn gamall, og farinn að reyna að lesa í menn. Það er farið að heppnast oftar en ekki."

Steinþór vakti mikla athygli eftir Bikarúrslitaleikinn þar sem hann mætti í viðtöl eftir leik og fólki þótti hann mjög skemmtilegur.

„Það hafa nokkrir haft samband, en þó ekki mikið. Það er aðallega verið að gera grína af manni í vinnunni og inni í klefanum og svona."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner