Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   sun 29. september 2024 19:48
Haraldur Örn Haraldsson
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

„Þetta var ekki okkar besti leikur, við vorum að ströggla svolítið í fyrri hálfleik. Við byrjuðum reyndar ágætlega, skorum eftir 30 sekúndur svo fjaraði aðeins undan þessu." Sagði Steinþór Már Auðunsson leikmaður KA eftir að liðið hans vann Fylki 3-1 í dag.


Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  3 KA

KA hefur ekki mikið að spila fyrir það sem eftir er af mótinu þar sem þeir geta ekki fallið. Þeir eru einnig nýkrýndir bikarmeistarar og því mikið verið talað um að þeir gætu spilað þessu leiki sem eftir er í einhverri 'bikarþynnku'.

„Það er eflaust hægt að tala um bikarþynnku. Mér finnst það samt ekki nein afsökun, við eigum bara að klára þessa leiki, og fara í þetta að fullri einbeitingu þó við séum að keppa um rosalega lítið."

KA endaði síðasta tímabil sem besta liðið í neðri hlutanum og þeir hafa það sem markmið núna að gera það aftur.

„Við stefnum alltaf á Forsetabikarinn, það væri gaman að vinna þrefalt. Taka Kjarnafæðismótið, Mjólkurbikarinn og Forsetabikarinn, það væri ekki leiðinlegt."

Steinþór varði víti á lokasekúndu leiksins. Góð markvarsla hjá honum og alls ekki hans fyrsta víta varsla.

„Maður er orðinn gamall, og farinn að reyna að lesa í menn. Það er farið að heppnast oftar en ekki."

Steinþór vakti mikla athygli eftir Bikarúrslitaleikinn þar sem hann mætti í viðtöl eftir leik og fólki þótti hann mjög skemmtilegur.

„Það hafa nokkrir haft samband, en þó ekki mikið. Það er aðallega verið að gera grína af manni í vinnunni og inni í klefanum og svona."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner