Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. október 2020 20:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Romano eftir frammistöðu Dalot: Man Utd býst við miklu
Ekkert kaupákvæði í lánssamningnum
Dalot ásamt Rafael Leao
Dalot ásamt Rafael Leao
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Diogo Dalot gekk í raðir AC Milan að láni frá Manchester United í haust. Dalot er 21 árs gamall Portúgali sem gekk í raðir Manchester United árið 2018 frá Porto.

Hann hefur til þessa ekki náð að stimpla sig inn í byrjunarlið Manchester United og ákvað félagið að lána hann í haust. Hann lék sinn fyrsta leik á San Siro, heimavelli Milan, og bæði skoraði og lagði upp gegn Sparta Prag í Evrópudeildinni í kvöld.

Manchester United virðist ekki vera búið að útiloka þann möguleika að Dalot muni springa almennilega út á Englandi því samkvæmt Fabrizio Romano, félagsskiptasérfræðingnum, þá er ekkert kaupákvæði í lánssamningnum sem rennur út næsta sumar. United neitaði að hafa slík ákvæði í samningnum.

Romano segir í tísti sínu að United sé í fullvissu um að Dalot muni verða bakvörður í hæsta gæðaflokki í framtíðinni. Mark Dalot og stoðsendingu má sjá hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner