Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   fös 29. nóvember 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Unglingalandsliðsmarkvörður semur við Fjölni
Mynd: Fjölnir
Haukur Óli Jónsson, markvörður fæddur 2008, er búinn að gera samning við uppeldisfélagið sitt Fjölni sem gildir næstu þrjú árin.

Haukur Óli spilaði 7 leiki með Vængjum Júpíters í 3. deildinni í sumar, auk þess að verja markið hjá 2. flokki Fjölnis.

Haukur á tvo landsleiki að baki fyrir U16 og verður áhugavert að fylgjast með þróun hans í Grafarvoginum.

Hann hefur verið að æfa með U17 landsliðinu að undanförnu og binda Fjölnismenn miklar vonir við Hauk á næstu árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner