Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   fim 30. mars 2023 17:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Átti að taka ákvörðun fyrir keppnina eða gefa Arnari raunverulegan séns"
Icelandair
'Ég hefði haldið að ef það var verið að að pæla í því að reka hann, þá hefði mómentið átt að vera eftir sumarleikina.'
'Ég hefði haldið að ef það var verið að að pæla í því að reka hann, þá hefði mómentið átt að vera eftir sumarleikina.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég held að það sé uppskriftin að árangri fyrir íslenska landsliðið'
'Ég held að það sé uppskriftin að árangri fyrir íslenska landsliðið'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög hrifinn af Frey'
'Ég er mjög hrifinn af Frey'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Mér fyndist ekkert skrítið ef sambandið myndi allavega reyna að fá hann'
'Mér fyndist ekkert skrítið ef sambandið myndi allavega reyna að fá hann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Hann hefur verið svolítið fastur með sín prinsipp með þennan eina djúpa miðjumann'
'Hann hefur verið svolítið fastur með sín prinsipp með þennan eina djúpa miðjumann'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var Arnar Þór Viðarsson látinn fara sem landsliðsþjálfari. Arnar tók við í desember 2020 eftir að Erik Hamren steig til hliðar.

Kári Árnason er fyrrum leikmaður liðsins, hluti af liðinu sem fór á tvö stórmót og er í dag í sérfræðingateymi Viaplay í kringum íslenska landsliðsins. Eftir landsleikina tvo sem fóru fram á síðustu sjö dögum: 3-0 tapið gegn Bosníu-Hersegóvínu og 7-0 sigurinn gegn Liechtenstein var Kári spurður út í framtíð Arnars í starfi.

Sjá einnig:
Treysta á þróunina - „Hann verður bara að vera áfram" (Eftir leikinn í Bosníu)
„Myndi ekki meika sens að reka hann" (Eftir leikinn gegn Liechtenstein)

En hvað hefur hann að segja eftir tíðindin í dag?

„Eins og ég sagði í stúdíói eftir leikina, þó að þetta hafi verið slök frammistaða á móti Bosníu... ef að það er verið að reka hann þá setur maður spurningarmerki við tímapunktinn á því. Ég hefði haldið að ef það var verið að að pæla í því að reka hann, þá hefði mómentið átt að vera eftir sumarleikina. Annað hvort hefði Arnar unnið allt til baka með því að vinna Slóvakíu eða tapað riðlinum. Þá hefði verið hægt að gefa nýjum þjálfara hina leikina sem æfingaleiki í rauninni og tíma til að byggja upp sitt prógram. Núna erum við alveg ennþá inn í þessu (í séns í undankeppninni). Þó að leikurinn á móti Bosníu hafi verið lélegur, þá hlýtur eitthvað að hafa gengið á fyrir keppnina og einhverjar pælingar átt sér stað með framtíð Arnars."

Eins og Kári nefnir mætir íslenska liðið Slóvakíu og Portúgal í júní. Liðið er með þrjú stig eftir fyrstu tvo leikina, alls eru leikirnir í keppninni tíu.

„Ef að planið var að gefa Arnari sénsinn í þessari undankeppni þá finnst mér að það hefði átt að fylgja því í gegn. Því finnst mér tímasetningin svolítið skrítin. Ég sé þetta þannig að annað hvort hefði átt að taka ákvörðun fyrir keppnina eða, ef það átti að gefa honum séns, að gefa honum raunverulegan séns. Leikirnir í sumar ráða úrslitum um það. Við erum ekki að búast við miklu úr Portúgals-leiknum, vonum að öll lið tapi öllum leikjum gegn Portúgal. En Slóvakíu-leikurinn er algjör lykilleikur í þessu, ef að hann tapast er þetta þannig séð búið, en ef hann vinnst þá er allt galopið aftur. Það er rosa stutt á milli í þessu. Mér finnst þetta skrítin ákvörðun."

Fastur með sín prinsipp
Ef þú horfir til baka í leikinn gegn Bosníu, er eitthvað þar sem þú sérð sem kornið sem fyllti mælinn?

„Ég talaði um það í sjónvarpinu eftir leik að þetta var mjög dapurt. Hann hefur verið svolítið fastur með sín prinsipp með þennan eina djúpa miðjumann, sem er bara ekki að virka. Það sýndi sig og sannaði aftur á móti Bosníu - þetta eru erfiðiri útileikir og góðir leikmenn á móti þér - það þarf tvo leikmenn til að sitja og verja vörnina; sérstaklega þegar vörnin á ekki betri leik en raun bar vitni."

„Ég efast samt um að það sé ástæðan, en maður veit það ekki alveg."


Það augljósasta sem hefði mátt fara betur
Fannst þér hann of fastheldinn með leikkerfið sitt?

„Landsliðsbolti er aðeins öðruvísi, þú mátt ekki gefa nein færi á þér; mátt ekki gera þetta auðvelt fyrir andstæðinganna. Það er auðveldast að skora með skyndisóknum og með einn sitjandi miðjumann ertu svolítið að bjóða hættunni heim með því að það sé sótt hratt á þig. Mér fannst það hefði mátt bæta það, fyrir mér það augljósasta sem hefði mátt fara betur."

Hrifinn af Frey - Agaður varnarleikur leiðin að árangri
Ertu með nafn í huga sem þú vilt sjá taka við liðinu?

„Ég svo sem hef ekkert pælt í því. Margir af bestu þjálfurunum eru í starfi," sagði Kári en nefndi svo Frey Alexandesson, fyrrum aðstoðarþjálfara landsliðsins og nú þjálfara Lyngby í Danmörku.

„Ég er mjög hrifinn af Frey, hann var í kringum liðið í gegnum bestu tímana þar sem liðið var að spila þennan fótbolta sem ég tala svo oft um og vil að sé grunnurinn [template og blueprint voru orðin sem Kári notaði] fyrir íslenska landsliðið. Það þarf að kenna þessum strákum, kenna þeim að spila agaðan varnarleik. Ég get alveg ímyndað mér að það sé ekkert alltaf gaman að horfa á liðið - ekkert fagurfræðilega frábært fyrir einhvern sem heldur ekki með liðinu - en það er alltaf gaman að horfa á liðið sitt vinna leiki."

„Ég held að það sé uppskriftin að árangri fyrir íslenska landsliðið."


Ekki leitt hugann að því að verða hluti af þjálfarateymi landsliðsins
Kári er í dag yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi. Einhverjir hafa kallað eftir því að Kári verði hluti af einhverju teymi sem tæki við landsliðinu. Er það eitthvað sem Kári sjálfur hefur leitt hugann að?

„Nei, ég hef ekki leitt hugann að því," sagði Kári og hló. „Ég er bara að einbeita mér að því sem ég er í. Ég hef alveg nóg að gera þar, alls ekki pælt í því."

Kæmi ekki á óvart ef KSÍ hringir
Býstu við því að KSÍ muni hringja í þig og spyrja hvort það megi ræða við Arnar Gunnlaugsson?

„Auðvitað er það, um leið og ég sá þetta, eitthvað sem ég er að undirbúa mig fyrir. Hann er einn af okkar allra bestu þjálfurum og mér fyndist ekkert skrítið ef sambandið myndi allavega reyna að fá hann."

„Ég mun hins vegar segja nei, ekki hafa neinar áhyggjur af því,"
sagði Kári og hló. „Nei nei, ég segi svona. Við förum yfir þá brú þegar við komum að henni," sagði Kári að lokum.

Sjá einnig:
Arnar rekinn úr starfi landsliðsþjálfara Íslands (Staðfest)
Twitter - Glórulaus tímasetning
Tíu sem gætu tekið við landsliðinu af Arnari
Vanda um brottrekstur Arnars: Trúin ekki lengur til staðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner