„Þetta kostaði mikla vinnu og borgaði sig að lokum sem er dýrmætt," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir að hafa slegið ríkjandi bikarmeistara ÍBV úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld.
Íslandsmeistarar Vals, sem unnu bikarinn tvö ár í röð áður en ÍBV vann í fyrra, eru komnir áfram í 8-liða úrslit.
Íslandsmeistarar Vals, sem unnu bikarinn tvö ár í röð áður en ÍBV vann í fyrra, eru komnir áfram í 8-liða úrslit.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 2 ÍBV
„Við erum að spila við hörkulið og við verðum að virða það. Þeir setja tvö geggjuð mörk og lítið við því að gera, en mér fannst við hafa tögl og haldir á leiknum."
„Ég hefði viljað klára leikinn fyrr, en auðvitað er ég ánægður með spilamennskuna, við vinnum leikinn og út á það gengur þetta. Hvað það tekur langan tíma og svona, það er aukaatriði, aðalmálið er að komast áfram í keppninni."
„Þessi keppni er mjög skemmtileg," sagði Óli undir lokin
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























