Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Feyenoord með Diallo í sigtinu
Mynd: Getty Images
Hollenska félagið Feyenoord ætlar að reyna við Amad Diallo, leikmann Manchester United, í sumar, en þetta kemur fram á 1908.nl.

Diallo stóð upp úr í liði Sunderland á þessu tímabili þar sem hann skoraði 14 mörk og lagði upp 4.

Frammistaða hans vakti verðskuldaða athygli og ætlar Erik ten Hag, stjóri Man Utd, að taka hann inn í hópinn fyrir næstu leiktíð.

1908.nl segir að þó sé möguleiki fyrir Diallo að spila annars staðar en hollenska meistaraliðið Feyenoord hefur mikinn áhuga á kappanum.

Félagið er að undirbúa viðræður við United og vonast til að geta fengið hann inn í hópinn fyrir komandi leiktíð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Feyenoord reynir að fá hann en það vildi fá hann á láni frá United árið 2021 áður en hann meiddist aftan í læri og varð því ekkert af skiptunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner