Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   þri 30. maí 2023 17:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Thorsport 
Þrír íslenskir strákar fæddir 2008 á reynslu hjá dönskum félögum
Egill Orri
Egill Orri
Mynd: Bröndby
Á heimasíðu Þórs í dag var greint frá því að Egill Orri Arnarsson hefði undanfarna daga dvalið erlendis og æft með U16 ára liði Bröndby. Á síðunni kemur fram að Egill hefði tekið þátt í sterku æfingamóti í Frakklandi þar sem Bröndby hefði hafnað í fjórða sæti í átta liða móti.

Egill er á fimmtánda aldursári og gerði sinn fyrsta samning við Þór í vetur. Hann er „vinstri bakvörður sem hefur leikið sex landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Hann er í æfingahópi U15 ára landsliðs Íslands sem kemur saman til æfinga um næstu helgi ásamt fjórum öðrum Þórsurum."

Þetta eru ekki fyrstu fréttirnar af Agli í vetur því í desmeber æfði hann með Torino á Ítalíu og í mars æfði hann með Midtjylland í Danmörku. Í sumar hefur hann spilað bæði með 3. flokki og 2. flokki og í vetur kom hann við sögu í einum leik í Lengjubikarnum.

Egill er alls ekki eini íslenski strákurinn sem fæddur er árið 2008 sem vakið hefur athygli erlendis. Fyrr í þessum mánuði vakti umboðsmaðurinn Magnús Agnar Magnússon athygli á því að Framarinn Viktor Bjarki Daðason væri að æfa með AGF.

Viktor er Framari og hefur á þessu tímabili bæði spilað með 2. og 3. flokki félagsins. Í október lék hann sína fyrstu U15 landsleiki.

Uppfært 19:50: Viktor Steinn Sverrisson leikmaður Víkings var á sama tíma og Egill á reynslu hjá Bröndby. Viktor lék með U15 landsliðinu í október og er fæddur 2008 líkt og hinir tveir.

Hann skrifaði undir sinn fyrsta samning við Víking fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner
banner