Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   fim 30. júlí 2020 22:48
Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Bragi: Alls ekki fúlir út í hann
Ragnar Bragi var að snúa til baka eftir að hafa kinnbeinsbrotnað.
Ragnar Bragi var að snúa til baka eftir að hafa kinnbeinsbrotnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er heldur betur fúlt að tapa í vító," sagði Ragnar Bragi Sveinsson fyrirliði Fylkis eftir að liðið féll út úr Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í vítaspyrnukeppni.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  4 Fylkir

„Leikurinn var þokkalegur að okkar hálfu og við fengum urmul af svakalegum færum. Það er ótrúlegt að við höfum bara skorað eitt mark. Við vorum þokkalegir úti á velli en máttum spila betur. Svo lendum við í að missa mann útaf og þá verður þetta þyngra og erfiðara. Samt skapaði Fram sér ekkert dauðafæri en lífróðurinn varð þyngri."

Arnór Borg Guðjohnsen fékk að líta sitt annað gula spjald í seinni hálfleiknum fyrir tilgangslaust brot á Alberti Hafsteinssyni á miðjum vallarhelmingi Framara.

„Arnór Borg veit það manna best að hann gerði mannleg mistök og mun læra af þeim. Við erum alls ekki fúlir út í hann, hann er bara ungur efnilegur leikmaður sem gerir bara ein mistök og áfram gakk. Hann lærir af því og við höldum áfram."

Nánar er rætt við Ragnar Braga í sjónvarpinu að ofan og þar ræðir hann grímu sem hann spilar með í leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner