Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Murillo - Liverpool undirbýr mettilboð í Neves - Man Utd vill halda Casemiro
banner
   lau 30. september 2023 11:00
Aksentije Milisic
Báðu stuðningsmennina afsökunar: Ekki boðlegt að vera einungis með fimm stig
Mourinho og Pellegrini.
Mourinho og Pellegrini.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Roma.
Stuðningsmenn Roma.
Mynd: EPA

Blóðheitir stuðningsmenn AS Roma voru ekki sáttir að leik loknum þegar Roma tapaði 4-1 gegn nýliðum Genoa í síðustu umferð Serie A deildarinnar á Ítalíu. Roma hefur farið skelfilega af stað á nýju tímabili en liðið er með fimm stig eftir sex leiki.


Eftir leikinn gegn Genoa fór fyrirliðinn Lorenzo Pellegrini með sitt lið til stuðningsmanna liðsins og þar báðust þeir afsökunar á þessu stóra tapi. Jose Mourinho sagði eftir leikinn að hann hafi ekki einu sinni talað við leikmenn sína að leik loknum og að hann ætlaði ekki að fara að sofa. Hann ætlaði beint á æfingasvæði liðsins að horfa á leikinn aftur og sjá hvað fór úrskeiðis.

Pellegrini, fyrirliðið Roma, segir að þessi byrjun sé ekki boðleg.

„Það er ekki boðlegt að vera einungis með fimm stig eftir heilan mánuð í deildinni. Það er undir okkur komið að snúa þessu við saman,” sagði Pellegrini.

„Mér leið eins og við værum að fara jafna leikinn en svo fór allt til fjandans á stuttum tíma. Eftir leikinn fórum við að tala við stuðningsmennina okkar til að sýna þeim virðingu. Þeir vita að við erum að gera okkar besta og við vitum af þeirra ást til liðsins og hverju þeir eru að fórna fyrir okkur. Eina sem hægt er að gera á erfiðum tímum er að æfa meira og vinna meira.”

Það verður áhugavert að fylgjast með leik Roma gegn Frosinone á sunnudaginn en það er leikur sem Rómverjar hreinlega verða að vinna.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Roma 12 9 0 3 15 6 +9 27
2 Milan 12 7 4 1 18 9 +9 25
3 Napoli 12 8 1 3 19 11 +8 25
4 Inter 12 8 0 4 26 13 +13 24
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Juventus 12 5 5 2 15 11 +4 20
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Lazio 12 5 3 4 15 9 +6 18
9 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
10 Udinese 12 4 3 5 12 20 -8 15
11 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 12 2 7 3 14 14 0 13
14 Cagliari 12 2 5 5 12 17 -5 11
15 Parma 12 2 5 5 9 15 -6 11
16 Lecce 12 2 4 6 8 16 -8 10
17 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
18 Genoa 12 1 5 6 11 19 -8 8
19 Fiorentina 12 0 6 6 10 19 -9 6
20 Verona 12 0 6 6 7 18 -11 6
Athugasemdir
banner
banner