Breiðablik vann í gær sinn sjöunda leik í röð þegar liðið mætti á Kaplakrikavöll og fór þaðan með 0-1 sigur. Kristinn Jónsson skoraði eina mark leiksins, skoraði beint úr hornspyrnu á 52. mínútu. Þetta var fyrsti deildarsigur Breiðabliks í Hafnarfirði síðan 2019.
Risastórt atvik átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Ísak Snær Þorvaldsson og Ísak Óli Ólafsson áttust við.
Atburðarásin hófst með því að Ísak Óli átti sendingu til baka í átt að markverðinum Daða Frey Arnarssyni. Sendingin var misheppnuð og þurfti Ísak Óli að stíga fyrir nafna sinn svo að hann kæmist ekki í dauðafæri. Ísak Snær rann í kjölfarið og féll til jarðar. Þegar Ísak Snær stóð svo upp rak hann löppina út og sparkaði í Ísak Óla sem féll til jarðar. Boltinn var þar hvergi nálægt og því um klárt ásetningsbrot að ræða.
Risastórt atvik átti sér stað á 12. mínútu leiksins þegar Ísak Snær Þorvaldsson og Ísak Óli Ólafsson áttust við.
Atburðarásin hófst með því að Ísak Óli átti sendingu til baka í átt að markverðinum Daða Frey Arnarssyni. Sendingin var misheppnuð og þurfti Ísak Óli að stíga fyrir nafna sinn svo að hann kæmist ekki í dauðafæri. Ísak Snær rann í kjölfarið og féll til jarðar. Þegar Ísak Snær stóð svo upp rak hann löppina út og sparkaði í Ísak Óla sem féll til jarðar. Boltinn var þar hvergi nálægt og því um klárt ásetningsbrot að ræða.
Lestu um leikinn: FH 0 - 1 Breiðablik
Ísak Snær uppskar einungis gult spjald frá Erlendi Eiríkssyni.
„Ég held að samkvæmt allra grimmustu reglunum geti þetta mögulega verið rautt spjald," sagði Magnús Þórir Matthíasson sem lýsti leiknum á Stöð 2 Sport.
Fótbolti.net hafði samband við Ísak Óla í dag. Hann vildi þó lítið segja. „Þetta gerist bara í hita leiksins og Elli (dómari) sér þetta og metur þetta svona þá er það bara þannig."
Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason, var spurður út í atvikið eftir leikinn í gær.
„Ég er búinn að sjá það aftur. Ég læt aðra um að dæma um það en það leit ekki vel út. Dómarinn mat það sem gult, það er búið að setja nýja línu í sumar þannig þetta er það sem koma skal örugglega," sagði Kjartan við Fótbolta.net eftir leikinn.
Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is skrifaði eftirfarandi á X. „Erlendur Eiríksson átti að reka Ísak Snæ af velli þarna. Blikarnir stálheppnir."
Þetta var fimmta gula spjald Ísaks Snæs í sumar. Hann vildi sjálfur ekkert tjá sig frekar um málið. „Þetta er bara gult spjald."
Úr knattspyrnulögunum:
„Það telst ofsaleg framkoma þegar leikmaður beitir, eða reynir að beita, mótherja heift eða ruddaskap þegar ekki er um að ræða baráttu um boltann, einnig gegn samherja, forráðamanni liðs, dómarateyminu, áhorfanda eða sérhverjum öðrum, óháð því hvort snerting verði eða ekki."
Erlendur Eiríksson átti að reka Ísak Snæ af velli þarna. Blikarnir stálheppnir
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 29, 2024
ja.... pic.twitter.com/lB4PLfhdmu
— Daníel Már (@veikurpoolari) September 29, 2024
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 25 | 17 | 5 | 3 | 64 - 27 | +37 | 56 |
2. Breiðablik | 25 | 17 | 5 | 3 | 58 - 30 | +28 | 56 |
3. Valur | 25 | 11 | 7 | 7 | 59 - 40 | +19 | 40 |
4. Stjarnan | 25 | 11 | 6 | 8 | 47 - 39 | +8 | 39 |
5. ÍA | 25 | 11 | 4 | 10 | 45 - 37 | +8 | 37 |
6. FH | 25 | 9 | 6 | 10 | 40 - 46 | -6 | 33 |
Athugasemdir