Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 30. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Benzema stal metinu af Henry - Kominn með 361 mark
Karim Benzema
Karim Benzema
Mynd: EPA
Karim Benzema, framherji Real Madrid og franska landsliðsins, skoraði 361. mark sitt á ferlinum en enginn franskur leikmaður hefur skorað fleiri mörk fyrir félagslið.

Thierry Henry var methafinn með 360 mörk fyrir Mónakó, Juventus, Arsenal, Barcelona og New York Red Bulls.

Enginn Frakki hafði skorað meira en hann þangað til Karim Benzema gerði jöfnunarmark Real Madrid gegn Sevilla um helgina.

Það var mark númer 361 og er hann því markahæsti franski leikmaðurinn frá upphafi ef mörk með félagsliðum eru talin.

Henry er þó enn með flest mörk fyrir franska landsliðið eða 51 talsins en Olivier Giroud nálgast það met. Hann þarf aðeins fimm mörk til að jafna Henry. Benzema er einnig í góðum séns en hann er með 36 mörk og er orðinn fastamaður í landsliðinu eftir að hafa verið í sex ára útlegð.
Athugasemdir
banner
banner