mið 30. nóvember 2022 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pulisic með áverka á mjaðmagrind - Óvíst hvort hann geti spilað
Mynd: EPA

Christian Pulisic fór meiddur af velli í hálfleik er Bandaríkin lögðu Íran að velli í mikilvægum úrslitaleik um sæti í útsláttarkeppni heimsmeistaramótsins í gærkvöldi.


Bandaríkin mæta sterku liði Hollands í 16-liða úrslitum og óljóst hvort Pulisic verði með.

Pulisic skoraði eina mark leiksins gegn Íran og meiddist í leiðinni eftir samstuð við markvörð Írana, sem endaði með takkana á hægri fæti á heilaga svæði Pulisic.

Pulisic lá eftir í stað þess að fagna en kláraði þó að spila út hálfleikinn. Honum var skipt útaf í leikhlé þegar verkurinn hvarf ekki og svo var farið með hann á spítala.

Eftir fyrstu myndatökur er Pulisic með áverka á mjaðmagrind og óljóst hversu lengi hann verður frá. Málið mun skýrast á næstu dögum en Bandaríkjamenn mæta Hollendingum á laugardaginn og vonast innilega til að hafa einn af sínum bestu leikmönnum liðtækan.

Sjá einnig:
Pulisic kom Bandaríkjunum yfir og meiddi sig í leiðinni
Pulisic þurfti að fara á spítala eftir markið


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner