Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 30. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þór/KA semur við fjórar - Hulda Björg og Harpa verða áfram
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA er búið að framlengja samninga hjá fjórum leikmönnum liðsins sem má reikna með að sinni mikilvægu hlutverki á komandi árum.


Hulda Björg Hannesdóttir, fædd 2000, og Harpa Jóhannsdóttir, 1998, eru báðar búnar að framlengja sína samninga en þær eru fyrirliði og varafyrirliði liðsins.

Harpa er aðalmarkvörður liðsins og hefur verið undanfarin ár. Hún á 77 leiki að baki með Þór/KA og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Hulda Björg er miðvörður og bakvörður sem varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2017 og er meðal reyndustu leikmanna félagsins. Hún á 28 leiki að baki fyrir yngri landslið Íslands og um 140 leiki fyrir Þór/KA, þar af 100 í efstu deild.

Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir skrifuðu þá einnig undir en þær eru báðar fæddar 2004. Ísfold Marý spilar sem miðjumaður og var í byrjunarliði Akureyringa í sumar. Hún á sex leiki að baki fyrir yngri landsliðin. Jakobína er fjölhæfur vinstri bakvörður með 16 landsleiki að baki fyrir yngri liðin.

Samningarnir fjórir gilda út keppnistímabilið 2024. Það verður spennandi að fylgjast með gífurlega efnilegu liði Þórs/KA í Bestu deildinni næsta sumar.

„Það var Íris Egilsdóttir sem situr í stjórn Þórs/KA sem undirritaði samningana við áðurnefnda leikmenn. Þór/KA fagnar því að þessar öflugu heimastelpur hafa nú framlengt samninga sína við félagið," segir meðal annars í færslu frá félaginu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner