Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
   fim 30. nóvember 2023 16:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarliðin í Evrópu: Mubama og Pedro byrja - Hákon á bekknum
Hákon Arnar.
Hákon Arnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Divin Mubama.
Divin Mubama.
Mynd: EPA
Tvö ensk lið eiga leiki í Evrópudeildinni klukkan 17:45. West Ham heimsækir TSC í Serbíu og Brighton er í Aþenu og mætir þar AEK.

Byrjunarlið liðanna má sjá hér að neðan. Brighton getur með sigri komist á topp B riðils og tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni. West Ham er fyrir kvöldið í toppsæti A-riðils með níu stig. Fremstur hjá Brighton er Joao Pedro sem skoraði tvö mörk fyrir Brighton í sigri gegn Nottingham Forest um síðustu helgi. Frammi hjá West Ham er hinn nítján ára Divin Mubama sem byrjar sinn fyrsta leik á þessu tímabili. Hann byrjaði einn leik á síðasta tímabili.

Í A-riðli Sambandsdeildarinnar getur Lille tryggt sér sæti í útsláttarkeppni með sigri gegn Ljubljana á útivelli. Hákon Arnar Haraldsson byrjar á varamannabekknum í Slóveníu.

Brighton: Verbruggen; Hinshelwood, Igor, Dunk, Veltman; Gilmour, Gross, Adingra, Ferguson, Mitoma; Pedro.
(Varamenn: Steele, Mcgill, Baleba, Buonanotte, Chouchane, Dahoud, Duffus, Hinchy, Jackson, Kavanagh, Milner)

West Ham: Fabianski; Johnson, Mavropanos, Aguerd, Cresswell, Ward-Prowse, Soucek, Paqueta; Fornals, Mubama, Benrahma.
(Varamenn: Anang, Areola, Chesters, Cornet, Coventry, Emerson, Kehrer, Ogbonna, Orford, Scarles, Zouma)

Seinni leikir dagsins hefjast svo klukkan 20:00. Þá eru meðal annars Aston Villa og Liverpool í eldlínunni ásamt Íslendingaliðunum Häcken, Ajax og Panathinaikos.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner