Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   fim 30. nóvember 2023 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Liverpool örugglega áfram í 16-liða úrslit - Kristian lagði upp í tapi Ajax
Cody Gakpo skoraði tvö fyrir Liverpool
Cody Gakpo skoraði tvö fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah skoraði og lagði upp
Mohamed Salah skoraði og lagði upp
Mynd: EPA
Kristian Nökkvi lagði upp þriðja mark Ajax
Kristian Nökkvi lagði upp þriðja mark Ajax
Mynd: EPA
Bayer Leverkusen fer í 16-liða úrslit
Bayer Leverkusen fer í 16-liða úrslit
Mynd: EPA
Liverpool vann LASK Linz örugglega, 4-0, í Evrópudeildinni í kvöld og er því komið í 16-liða úrslit keppninnar. Kristian Nökkvi Hlynsson, leikmaður Ajax, kom þá inn af bekknum og lagði upp mark í 4-3 tapi gegn Marseille.

Liverpool var með öll tök á leiknum á Anfield. Luis Díaz kom heimamönnum í 1-0 á 12. mínútu með skemmtilegum skalla eftir fyrirgjöf Joe Gomez.

Enginn leikmaður fylgdist með Díaz sem tók gott hlaup inn í miðjan teiginn áður en hann skallaði boltann með hnakkanum og í hægra hornið.

Cody Gakpo tvöfaldaði forystuna þremur mínútum síðar eftir sendingu Mohamed Salah. Hollendingurinn fiskaði þá vítaspyrnu snemma í þeim síðari sem Salah tók og skoraði af öryggi.

Caoimhin Kelleher stóð á milli stanganna hjá Liverpool og átti nokkrar góðar vörslur. Mikilvægt fyrir írska leikmanninn sem mun standa á milli stanganna hjá Liverpool í næstu leikjum vegna meiðsla Alisson.

Undir lok leiksins gerði Gakpo fjórða og síðasta mark Liverpool eftir sendingu Trent Alexander-Arnold. Þægilegur sigur sem hefði hæglega getað orðið stærri.

Liverpool er búið að vinna E-riðil. Liðið er með 12 stig fyrir lokaumferðina, fjórum meira en Toulouse sem gerði markalaust jafntefli við Union-Saint Gilloise.

Íslenski landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði á bekknum hjá Ajax sem tapaði fyrir Marseille, 4-3.

Kristian kom inn í hálfleik og lagði upp þriðja mark Ajax fyrir Chuba Akpom á 80. mínútu. Marseille náði hins vegar að gera sigurmarkið úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma. Marseille fer því áfram úr B-riðli ásamt Brighton. Ajax er úr leik í Evrópudeildinni en á enn möguleika á að komast í umspil í Sambandsdeildinni.

Roma gerði 1-1 jafntefli við Servette í Sviss. Romelu Lukaku skoraði mark Rómverja, sem eru komnir með öruggt sæti í umspil, en það ræðst í lokaumferðinni hvort Roma eða Slavía Prag fari beint í 16-liða úrslit.

Valgeir Lunddal Friðriksson og hans menn í Häcken eru formlega úr leik í Evrópudeildinni eftir 2-0 tap gegn Bayer Leverkusen. Valgeir var ekki með vegna meiðsla.

Leverkusen er búið að vinna riðilinn en Qarabag og Molde eru í baráttunni um annað sætið. Bæði lið eru með 7 stig í H-riðli.

A-riðill:

Marseille 3 - 3 Ajax
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('9 , víti)
1-1 Brian Brobbey ('10 )
2-1 Chancel Mbemba ('26 )
2-2 Brian Brobbey ('30 )
3-2 Pierre Emerick Aubameyang ('48 )
3-3 Chuba Akpom ('80 )
4-0 Pierre Emerick Aubameyang ('90, víti)
Rautt spjald: Steven Berghuis, Ajax ('63)

C-riðill:

Rangers 1 - 1 Aris Limassol
0-1 Shavy Warren Babicka ('28 )
1-1 Ross McCausland ('49 )

E-riðill:

Liverpool 4 - 0 LASK Linz
1-0 Luis Diaz ('12 )
2-0 Cody Gakpo ('15 )
3-0 Mohamed Salah ('51 , víti)
4-0 Cody Gakpo ('90 )

Toulouse 0 - 0 St. Gilloise

F-riðill:

Villarreal 3 - 2 Panathinaikos
1-0 Alex Baena ('29 )
2-0 Santi Comesana ('34 )
3-0 Jose Luis Morales ('47 )
3-1 Sebastian Palacios ('66 )
3-1 Fotis Ioannidis ('66 , Misnotað víti)
3-2 Fotis Ioannidis ('81 )

G-riðill:

Servette 1 - 1 Roma
0-1 Romelu Lukaku ('21 )
1-1 Chris Bedia ('50 )

Sherif 2 - 3 Slavia Praha
0-1 Vaclav Jurecka ('19 )
1-1 Cristian Tovar ('45 )
2-1 Jerome Ngom Mbekeli ('56 )
2-2 Christos Zafeiris ('78 )
2-3 Muhamed Tijani ('90 , víti)

H-riðill:

Molde 2 - 2 Qarabag
0-1 Juninho ('12 )
1-1 Kristian Eriksen ('82 )
2-1 Kristian Eriksen ('87 )
2-2 Bahlul Mustafazada ('90 )

Hacken 0 - 2 Bayer
0-1 Victor Boniface ('14 )
0-2 Patrik Schick ('74 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner