Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. mars 2023 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Elías Már á skotskónum í sigri Breda - Albert í sigurliði
Elías Már Ómarsson er með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Breda
Elías Már Ómarsson er með fimm mörk í síðustu fjórum leikjum sínum með Breda
Mynd: NAC Breda
Elías Már Ómarsson skoraði eitt af mörkum NAC Breda í 3-1 sigri liðsins á VVV Venlo í hollensku B-deildinni í kvöld.

Gestirnir í Breda voru einu marki yfir í hálfleik en Elías Már var í byrjunarliði Breda.

Hann gerði annað mark Breda snemma í síðari hálfleik eftir góðan undirbúning frá hægri bakverði liðsins. Fimmta mark hans í deildinni frá því hann kom í janúar.

Elías átti einnig þátt í þriðja marki Breda en hann hóf skyndisókn sem endaði með sjálfsmarki Venlo.

Kristófer Ingi Kristinsson var á bekknum hjá Venlo en kom ekki við sögu. Elías fór af velli undir lok leiksins. Breda er í 8. sæti með 46 stig en Venlo í 4. sæti með 52 stig.

Albert og félagar ætla upp

Albert Guðmundsson var í byrunarliði Genoa sem lagði Reggina að velli, 1-0.

Hann fór ekki af velli fyrr en í uppbótartíma síðari hálfleiks og er Genoa nú í öðru sæti með 59 stig, þremur stigum frá toppliði Frosinone.
Athugasemdir
banner
banner
banner