Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 31. maí 2020 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúleg spenna í C-deildinni í Þýskalandi
Andri Rúnar er leikmaður Kaiserslautern í þýsku C-deildinni.
Andri Rúnar er leikmaður Kaiserslautern í þýsku C-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er heldur betur mikil spenna í þýsku C-deildinni. Lokasprettur deildarinnar verður æsispennandi hvað toppbaráttuna varðar.

Eftir leiki helgarinnar munar aðeins fimm stigum á liðinu í efsta sæti, Duisburg, og liðinu í 11. sæti, Uerdingen.

Það eru tíu umferðir eftir, en tvö efstu lið deildarinnar fara beint upp í B-deild og liðið í þriðja sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í B-deildinni á næstu leiktíð.

Það er nánast ómögulegt að segja til um hvaða lið fara upp eins og staðan er núna.

Andri Rúnar Bjarnason leikur með Kaiserslautern, sem er í 13. sæti. Miðað við hvað þetta er allt saman jafnt þá ætti Kaiserslautern jafnvel möguleika á því að blanda sér í toppbaráttuna. Andri hefur lítið spilað á þessu tímabili, en meiðsli hafa verið að stríða honum.

The promotion race in the 3.liga is incredible. 5 points between 11 teams from r/soccer


Athugasemdir
banner
banner
banner