Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mið 31. maí 2023 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Melissa Garcia sá um ÍBV
Melissa Alison Garcia
Melissa Alison Garcia
Mynd: Sigurður Ingi Pálsson

ÍBV 1 - 2 Tindastóll
1-0 Olga Sevcova ('2 )
1-1 Melissa Alison Garcia ('16 )
1-2 Melissa Alison Garcia ('71 )
Lestu um leikinn


ÍBV fékk Tindastól í heimsókn í fyrsta leik sjöttu umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld.

Heimakonur byrjuðu af krafti en Olga Sevcova kom ÍBV yfir strax á fyrstu mínútu þegar hún vippaði snyrtilega yfir Monicu Elisabeth Wilhelm markvörð Tindastóls.

Tindastóll var ekki lengi að jafna metin en það gerði Melissa Alison Garcia. Staðan var jöfn í hálfleik.

Olga Sevcova var nálægt því að ná forystunni fyrir ÍBV aftur en klikkaði og Tindastóll náði að refsa stuttu síðar og aftur skoraði Melissa og tryggði Tindastól sigur.

Tindastóll hoppar upp úr 7. sæti í 5. sæti og fer upp fyrir ÍBV.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner