Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 08. október 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslensk lið sem og lið frá öðrum löndum sýna Kaj Leó áhuga
Kaj Leó í leik með ÍBV.
Kaj Leó í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyingurinn Kaj Leó í Bartalsstovu, sem leikið hefur með ÍBV, er samningslaus og er að skoða möguleika sína.

Kaj Leó, sem leikur framarlega á vellinum, kom fyrst hingað til lands árið 2016 og spilaði með FH en síðustu tvö tímabilin hefur hann leikið með ÍBV og verið einn besti leikmaður liðsins.

Hann hefur verið orðaður við Val og Breiðablik til að mynda á síðustu dögum en hann ætlar að fara vel yfir málin þegar landsliðsverkefni hans með Færeyjum lýkur.

„Ég er ekki búinn að taka ákvörðun. Samningi mínum við ÍBV er lokið og næstu dagar fara í landsliðsverkefni. Þegar því verkefni er lokið mun skoða ég möguleikana og taka ákvörðun," sagði Kaj Leó við Fótbolta.net í dag.

Hann staðfestir að áhugi sé á sér frá íslenskum liðum sem og frá liðum í öðrum löndum.
Athugasemdir
banner
banner