Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   mán 07. janúar 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry: Heyrði í nokkrum Íslendingum og samdi við Val
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn danski Lasse Petry gekk í dag í raðir Vals frá Nordsjælland í Danmörku en hann lék á láni með Lyngby í sumar.

„Ég hef um nokkurn tíma heyrt af áhuga Vals á mér og fannst það áhugavert. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og hlakka til að aðlagast," sagði Petry við Fótbolta.net eftir undirskriftina í dag.

„Ólafur Kristjánsson var þjálfarinn minn hjá Nordsjælland og ég spilaði þar með Adam Erni Arnarsyni, Rúnar Alex Rúnarssyni og Guðmundi Þórarinssyni. Auðvitað heyrði ég í þeim fyrst og spurði þá út í deildina og Val. Þeir voru mjög jákvæðir og sögðu að Valur væri eitt af stærstu félögunum og spilaði besta fótboltann. Þeir sögðu mér að Valur reyni að spila boltanum með grasinu og mér líkar það."

Petry spilaði undnfarna mánuði með Lyngby og spilaði mikið með liðinu. Hann langaði í nýja áskorun sem hann fær hjá Val.

„Evrópukeppnin er svo stór bónus. Ég sá leik Vals gegn Rosenborg í fyrra þar sem þeir voru mjög nálægt því að komast áfram. Vonandi náum við að vinna eitthvað af stóru liðunum í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner