Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 07. janúar 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry: Heyrði í nokkrum Íslendingum og samdi við Val
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn danski Lasse Petry gekk í dag í raðir Vals frá Nordsjælland í Danmörku en hann lék á láni með Lyngby í sumar.

„Ég hef um nokkurn tíma heyrt af áhuga Vals á mér og fannst það áhugavert. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og hlakka til að aðlagast," sagði Petry við Fótbolta.net eftir undirskriftina í dag.

„Ólafur Kristjánsson var þjálfarinn minn hjá Nordsjælland og ég spilaði þar með Adam Erni Arnarsyni, Rúnar Alex Rúnarssyni og Guðmundi Þórarinssyni. Auðvitað heyrði ég í þeim fyrst og spurði þá út í deildina og Val. Þeir voru mjög jákvæðir og sögðu að Valur væri eitt af stærstu félögunum og spilaði besta fótboltann. Þeir sögðu mér að Valur reyni að spila boltanum með grasinu og mér líkar það."

Petry spilaði undnfarna mánuði með Lyngby og spilaði mikið með liðinu. Hann langaði í nýja áskorun sem hann fær hjá Val.

„Evrópukeppnin er svo stór bónus. Ég sá leik Vals gegn Rosenborg í fyrra þar sem þeir voru mjög nálægt því að komast áfram. Vonandi náum við að vinna eitthvað af stóru liðunum í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner