Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 07. janúar 2019 21:05
Hafliði Breiðfjörð
Lasse Petry: Heyrði í nokkrum Íslendingum og samdi við Val
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Lasse Petry spilar með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn danski Lasse Petry gekk í dag í raðir Vals frá Nordsjælland í Danmörku en hann lék á láni með Lyngby í sumar.

„Ég hef um nokkurn tíma heyrt af áhuga Vals á mér og fannst það áhugavert. Ég er mjög ánægður með að vera kominn hingað og hlakka til að aðlagast," sagði Petry við Fótbolta.net eftir undirskriftina í dag.

„Ólafur Kristjánsson var þjálfarinn minn hjá Nordsjælland og ég spilaði þar með Adam Erni Arnarsyni, Rúnar Alex Rúnarssyni og Guðmundi Þórarinssyni. Auðvitað heyrði ég í þeim fyrst og spurði þá út í deildina og Val. Þeir voru mjög jákvæðir og sögðu að Valur væri eitt af stærstu félögunum og spilaði besta fótboltann. Þeir sögðu mér að Valur reyni að spila boltanum með grasinu og mér líkar það."

Petry spilaði undnfarna mánuði með Lyngby og spilaði mikið með liðinu. Hann langaði í nýja áskorun sem hann fær hjá Val.

„Evrópukeppnin er svo stór bónus. Ég sá leik Vals gegn Rosenborg í fyrra þar sem þeir voru mjög nálægt því að komast áfram. Vonandi náum við að vinna eitthvað af stóru liðunum í sumar."
Athugasemdir
banner
banner
banner